Ert þú kynlífsfíkill?

Kynlífsfíkn er eitthvað sem lýsa má sem áráttukenndri kynlífsiðkun þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar. Þar að auki er þessi hegðun miklu frekar tilfinningalega strembin en fullnægjandi. Þó að kynlífsfíkn sé ekki alltaf viðurkennd sem greining hefur hún raunverulegar afleiðingar, þar á meðal neikvæð áhrif á sambönd og vellíðan.

Hvað er kynlífsfíkn?

Kynlífsfíkn hefur margar hliðar og mörg einkenni hennar eru álíka og í öðrum fíknisjúkdómum. Eitt af þessum einkennum er að einstaklingurinn getur ekki stjórnað hegðun sinni þó að neikvæðu afleiðingarnar séu skýrar eða jafnvel mjög líklegar.

Öfugt við einhvern með heilbrigða kynhvöt mun einstaklingur með kynlífsfíkn eyða óhóflegum tíma í að leita að eða taka þátt í kynlífi á meðan hann heldur þessu leyndu fyrir öðrum.

Fólk með kynlífsfíkn mun ekki geta stöðvað hegðunina fyrr en eitthvað alvarlegt gerist sem mun breyta öllu. Fyrir vikið geta persónuleg og fagleg sambönd orðið fyrir skaða. Jafnvel getur verið aukin hætta á að fá kynsjúkdóma, þar með talið HIV, ef einstaklingur er ófær um að hemja kynhvöt sína.

Fólk með kynlífsfíkn mun oft nota kynlíf sem flótta frá öðrum tilfinningalegum og sálrænum vandamálum, þar á meðal streitu, kvíða, þunglyndi og félagslegri einangrun.

Sjá einnig: Besta og versta kynlífsstellingin að mati kvenna

Einkenni kynlífsfíknar

Ekki eru allir í læknasamfélaginu sannfærðir um að kynlífsfíkn sé sjúkdómur. Þess vegna er hún ekki skráð sem klínísk greining í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM) sem gefin er út af American Psychiatric Association (APA).

Þess vegna eru greiningarviðmið fyrir kynlífsfíkn oft óljós og huglæg. Hins vegar eru nokkur einkenni sem fólk með kynlífsfíkn á sameiginleg:

  • Kynlíf stjórnar lífi einstaklingsins og er alltaf í forgangi á undan öllu öðru.
  • Kynferðisleg athöfn getur verið óviðeigandi og/eða áhættusöm og getur falið í sér sýniþörf, kynlíf fyrir opnum tjöldum, kynlíf með vændiskonum/mönnum og mæting í kynlífsklúbba.
  • Stöðug löngun til kynlífs er venjulega fléttuð saman við tilfinningar eins og eftirsjá, kvíða, þunglyndi eða skömm.
  • Einstaklingurinn stundar annars konar kynlíf þegar hann er einn, þar á meðal símakynlíf, klám eða netkynlíf.
  • Einstaklingurinn stundar kynlíf með mörgum og/eða á í ástarsambandi utan hjónabands.
  • Einstaklingurinn fróar sér mjög reglulega og við hvert tækifæri.

Í raun og veru einkennis kynlífsfíknar oftast af vítahring mikillar kynlífsþarfar og lágs sjálfsmat. Þó kynlíf geti veitt skammtímalétti mun skaðinn á sálrænni líðan einstaklingsins oft aukast og versna með tímanum.

Maður þarf ekki að stunda öfgafullt eða „skrýtið“ kynlíf til að vera kynlífsfíkill. Fíkillinn getur einfaldlega ekki geta stöðvað sig þrátt fyrir þann skaða sem hann veit að gæti hlotist af hegðun hans.

Sjá einnig: 6 merki um að þú sért haldin kynlífsskömm

Hvað veldur?

Það eru ýmsar kenningar um hvers vegna fólk getur verið að glíma við kynlífsfíkn. Sumir vilja meina að kynlífsfíkn geti orðið til vegna þess að manneskjan á erfitt með að stjórna hvötum sínum, áráttu og þráhyggjuröskunar og erfiðleika í að vera í nánum samböndum. Aðrir vilja tengja kynlífsfíkn við afleiðingu og/eða leið til að takast á við kynferðislega misnotkun/kynferðislegt áfall á barnsaldri.

Í sumum geðsjúkdómum, svo sem geðhvarfasýki, getur kynlífsfíkn verið eitt af einkennum sjúkdómsins. Í vissum tilfellum hefur komið í ljós að aðrir sjúkdómar, eins og flogaveiki og vitglöp geta valdið áráttukenndri hegðun í kynlífi og einnig hefur kynlífsfíkn verið tengd við ákveðan tegund höfuðáverka.

Að fá hjálp

Kynlífsfíkn krefst meðferðar frá aðila með reynslu af því að hjálpa fólki með svona fíkn, eins og sálfræðingi eða geðlækni. Meðferðir geta verið mismunandi og fer meðferðin alveg eftir því hver undirliggjandi orsök er, en fer yfirleitt fram í samtalsmeðferðum og ráðgjöf.

Ef kynlífsfíknin er tengd kvíðaröskun eða lyndisröskun getur þurft lyf samhliða samtalsmeðferð. Það eru engar upplýsingar til um hvaða lyf sé gott við kynlífsfíkn enn sem komið er en það gæti breyst í náinni framtíð.

Ef þú eða einhver náinn þér telur sig vera með kynlífsfíkn er langbest að byrja á því að fá tíma hjá heimilislækni sem getur svo vísað áfram á viðeigandi sérfræðing. Í sumum tilfellum getur hjónabandsráðgjöf verið æskileg líka.

Heimildir: verywellmind.com

SHARE