Ertu að kúka þarna inni?

Það er þekkt staðreynd meðal minna vinkvenna og bara kvenna yfir höfuð að karlmenn taka oft óra tíma á klósettinu þegar þeir eru að  kúka. Það hefur oft verið rætt okkar á milli hvað þeir eru eiginlega að gera og það er mjög misjafnt hvað þeir eru að gera meðan á þessari heilögu athöfn stendur.

Sumir eru í símanum sínum, í leik eða bara að vafra á netinu. Aðrir taka með sér tölvuna og eru að vafra þannig á netinu og enn aðrir taka með sér dagblað.

Þessi athöfn þeirra jaðrar oft við helgiathöfn. Þeir vilja hafa algjöran frið og fá að sitja eins lengi og þeir vilja. Ég hef spurt nokkra sem ég þekki út í þetta og það eru alls ekki allir sem vilja tjá sig um þetta og halda að ég sé að gera grín að þeim en það er ég ekki að gera, þvert á móti, ég er bara forvitin. Ég myndi halda að þeir sem eru svona lengi að kúka væru með mjög alvarlegt harðlífi og ættu að sjálfsögðu að fara til læknis. Það er samt í fæstu tilfellum málið samkvæmt þessari gríðarlega vísindalegu rannsókn sem ég hef gert.

Málið er ekki að þetta taki svona langan tíma vegna erfiðleika við að koma þessu út heldur nota margir þetta bara sem „tíma fyrir sig“, þeir komast frá „amstri“ heimilisins og fá að vera í friði til þess að gera það sem þeir vilja gera og fá að vera einir. Þeir kjósa að líta framhjá þeirri staðreynd að það getur valdið gyllinæð að sitja of lengi á klósettinu og þegar ég hef sagt þeim það þá flissa þeir. En allt í góðu, ég varaði þá við!

Það hljóta að vera skiptar skoðanir um það hvort þetta sé rétti staðurinn og stundin til að fá tíma fyrir sig og njóta þess að vera í ró og næði en það er klárt mál að þetta virðist vera mjög vinsælt hjá karlmönnum.

Smá vangaveltur að lokum:

Af þessum 15-30 mínútum sem þeir sitja á skálinni, kúka þeir í byrjun eða rétt áður en þeir standa upp og fara fram?

Ætli það væri jafn afslappandi fyrir þá að girða niður um sig og sitja á stól inni á baði?

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here