Eru límkrossar í innanverðar rúður þá hættulegir?

Ekki ber öllum saman um hvort ráðlegt er að líma krossa á rúður í óveðri. Á fréttavef mbl.is kemur þannig fram að tilkynning sem aðgerðastjórn björgunarsveita á Suðurnesjum beindi til fólks að líma yrði rúður að innan vegna hættu á að þær brotni í óveðri, séu úr sér gengnar og að varúðar skuli gætt við framkvæmd slíkra gjörninga.

Vitnar Morgunblaðið þar í bandaríska fjölmiðla sem segja tilmælin orka tvímælis en nokkur umræða mun hafa myndast um límkrossa í rúðum vestanhafs árið 2012 eftir að Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna varaði íbúa á hættusvæði við að líma límband innan á rúður í heimahúsum.

Þá sagði talsmaður Fellibyljamiðstöðvarinnar í viðtali við fréttastofuna CBS að límbandaþjóðsagan væri lífseig en að með því að líma límband innan á rúðurnar jykust líkurnar á stærri glerbrotum að sama skapi, brotnaði rúðan á annað borð. Með stærri glerbrotum væri því verið að auka á slysahættu, yrði einhver heimilismaður fyrir brotunum þegar þeim ringdi yfir heimilið.

Mælt var með því á áttunda áratugnum að líma krossa í rúður en vestanhafs var fallið frá þeirri hugmynd um áratug síðar og hefur verið mælt mót því að líma krossa í innanverðar rúður víða um heim allar götur frá upphafi níunda áratugarins.

Á vef mbl.is segir jafnframt:

Á vefsvæðinu Gis­modo má sjá lista yfir fimm þjóðsög­ur sem tengj­ast felli­bylj­um. Þar seg­ir um teip­un rúða: „Þegar eitt­hvað fýk­ur í rúðu sem er án lím­banda eru meiri lík­ur en minni á því að hún splundrist í þúsund mola. Það kann að hljóma illa en er mun skárra en að fá stærri og hættu­legri gler­brot yfir sig.“

Til að lesa alla umfjöllun mbl.is þar sem farið er nánar yfir málið, smellið hér

Skólinn lokaður vegna veðurs, best að tilkynna það með söng – myndband

Áhrif veðurfarsbreytinga á húðina.

SHARE