Eva Rut missti 50 kíló: Orðin heilsustjarna og birtist í Cosmopolitan

Eva Rut Gunnlaugsdóttir, 34 ára gömul íslensk kona, prýðir nú fjölmiðla vestanhafs – Cosmopolitan, Bustle, Fox News og NY Post, en erlendir blaðamenn staðhæfa að Eva Rut hafi beitt sjálfa sig járnaga við þyngdarstjórnun með linsuna eina að vopni. Frjálslega er farið með staðreyndir í Cosmopolitan, en sannleikurinn mun sá að Eva Rut, sem vó ein 122 kíló fyrir rúmu ári síðan, umbylti mataræði sínu og léttist um ein 50 kíló á rúmum ellefu mánuðum.

.

landscape_nrm_1421949234-1

Cosmo skeytti þessum ljósmyndum saman af Evu; myndir af Facebook

Þannig hafi Eva, samkvæmt frásögn Cosmo, lagt sig í líma við að taka lélegar og raunsæjar sjálfsmyndir sem hún svo deildi á Facebook, meðan hún var hvað þyngst – en Eva sjálf, sem veitti Ísland í Dag viðtal sem birtist þann 15 janúar sl. segir Cosmo og New York Post hins vegar afbaka sannleikann – ekki sé rétt haft eftir henni, hún hafi aldrei rætt við erlenda miðla vegna Janúarátaksins og að atburðarás undanfarinna daga hafi verið súrrealísk:

Það var einhver sem „google-transleitaði” viðtalið á Ísland í dag og afbakaði sannleikann. Það held ég alla vega. Hvað veit ég annars? Boltinn fór bara að rúlla. Þetta fór um allt. Og þá meina ég allt. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég veitti Ísland í dag viðtal sem birtist þann 15 janúar og þar er allt rétt haft eftir mér en Cosmo hefur nú ekki alveg rétt fyrir sér.

Þetta segir Eva, sem hefur aldrei rætt við Central Europian News, eins og blaðamaður Cosmo heldur fram.

Nei, ég hef aldrei heyrt um þessa fréttastofu – Central Europian News – áður og veit ekki hvernig viðtalið á Vísi rataði í erlenda fjölmiðla. Þetta er auðvitað búið að vera dálítið fyndið – það er voðalega lítið annað hægt að gera en að hlæja að þessu.

Aðspurð segist Eva þó ekki sjá ástæðu til að aðhafast neitt, enda sé hamaganginn örlítið tekið að lægja:

Jú, ég hef farið víða í fréttum vegna málsins og þannig var ég líka tekin til umfjöllunar á Skjá Einum fyrir stuttu, í erlenda spjallþættinum The Talk – en ég vissi ekki að ég yrði til umfjöllunar fyrr en ég heyrði það utan að mér.

.

gallery_nrm_1421949330-2

Enn er Cosmo að verki; önnur samsett mynd sem tímaritið tók af Facebook síðu Evu.

Á vefsíðu Cosmpolitan staðhæfir blaðamaður hins vegar og vitnar máli sínu til stuðnings í New York Post, að Eva hafi smellt af sjálfsmyndum til að halda hvatningunni gangandi – allt meðan á heilsuátaki hennar stóð:

The 35-year-old mother from Iceland “posted the first one almost as a joke,” Gunnlaugsdottir told Central European News.” segir á vef Cosmo og er þar vísað til „fyrstu sjálfsmyndarinnar” sem vefurinn segir Evu hafa tekið í þeim tilgangi að léttast. „I felt if I could start to see the change it might help me to carry on.” heldur blaðamaður þar eftir áfram og staðhæfir að Eva hafi fundið mikinn styrk í að horfast í augu við sjálfa sig á myndum.

NY POST gengur þá skrefinu lengra, segir Evu hafa beitt „fat shaming” (spik-blygðun) til að léttast og birtir ljósmynd af Evu með málband.

.

Woman Lost 50 Kilos With Selfie Diet

NY Post birtir þessa mynd af Evu og segir Europics myndabankann eiga birtingarréttinn.

Sjálf er Eva, sem hefur náð undraverðum árangri eftir fyrrgreint heilsuátak hins vegar engu nær, þar sem orð erlendra blaðamanna eru nær uppspuni frá rótum. Eva hefur engum veitt viðtöl vegna heilsuátaks – utan umfjöllunar sem birtist á Ísland í dag þann 15 janúar og er þar allt rétt haft eftir Evu, sem skaut upp á stjörnuhimininn í alþjóðlega heilsugeiranum á einni nóttu – allt án eigin vitundar.

NY Post gengur mun lengra en Cosmo og birtir þannig einar 13 ljósmyndir af Evu, meðal annars með litla bróður sínum – heilt gallerí er helgað þyngdarstjórnun Evu sem missti heil fimmtíu kíló og segir NY PostEuropics eigi birtingarréttinn að öllum ljósmyndunum. Ekkert mun hins vegar til í þeirri staðhæfingu – þar sem allar ljósmyndirnar eru teknar af  persónulegri Facebook síðu Evu í algeru heimildarleysi:

.

Woman Lost 50 Kilos With Selfie Diet

Þessi skemmtilega ljósmynd trónir sem forsíðumynd við umfjöllun NY Post um Evu

Þó hefur enginn haft samband við Evu í persónu til að sannreyna frásögn hennar fyrr en nú – hvorki íslenskir né erlendir miðlar og er þetta fyrsta viðtalið sem Eva veitir eftir að boltinn tók að rúlla fyrir fáeinum dögum:

Þetta er aðeins að róast núna. Ég lít ekki lengur á vinabeiðnirnar á Facebook, þetta eru allt einhverjir útlendingar sem ég veit engin deili á, sem eru að senda mér vinabeiðnir þessa dagana. Ég hef bara ekkert við þetta fólk að segja.

Tengdar greinar:

„Fólk skellir bara orðunum fram og pælir ekkert í innihaldinu!“

Mýtur, ályktanir og staðreyndir um offitu

Rassinn á Carleigh – snilldar mótsvar #positivebodyimage

SHARE