Fannst hún ekki nógu falleg fyrir hann

Hin gullfallega Olivia Wilde, sem lék til dæmis í Cowboys & Aliens, var nýlega í viðtali hjá Marie Claire. Þar segir þessi 29 ára gamla leikkona frá því að þegar hún kynntist unnusta sínum, Jason Sudeikis, þá hafi henni ekki þótt hún nógu falleg fyrir hann.

„Ég hélt að Jason myndi ekki hafa áhuga á mér, ég ætti ekki séns. Hann var svo svalur og fyndinn og ég hafði alltaf verið aðdáandi hans og fannst mikið til hans og gáfnafars hans koma. Ég hugsaði líka að ég væri ekki nógu falleg og ekki hans týpa,“ sagði Olivia í viðtalinu.

Þessi leikkona er að mínu mati ein sú flottasta í bransanum í dag og manni finnst hálffurðulegt að hún geti hugsað svona en svona er það nú samt.

Olivia sagði líka í viðtalinu:

„Ég þurfti bara að læra að vera ég sjálf. Jason virtist sjá mig eins og ég er, sjá framhjá öllu kjaftæðinu. Hann er svo myndarlegur og svo getur hann líka dansað.“

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here