Fjölskylda Michael Jackson sundruð

Nú eru 10 ár liðin frá andláti konungs poppsins, Michael Jackson, og fjölskyldan hefur þjáðst allar götur síðan. Eins og flestir vita fannst Michael Jackson látinn á heimili sínu í Suður Kaliforníu 25. júní 2009. Hann lést vegna of stórs lyfjaskammtar.

Í samtali sem RadarOnline átti við náinn vin fjölskyldunnar segir meðal annars að áhrif andlátsins hafi tekið mikinn toll af öllum fjölskyldumeðlimum.

Ef Michael vissi hvað fjölskyldan hans ætti erfitt myndi hann vera eyðilagður maður og gjörsamlega miður sín. Börnin hans og fjölskyldan hans var það mikilvægasta í hans lífi. Fólkið hans var eina tenging hans við aðrar manneskjur. Í heimi sem Michael treysti ekki og hræddist stundum, þá var fjölskyldan líflína hans og hélt honum gangandi,

segir heimildarmaður RadarOnline.

Sem fyrr segir hefur fjölskyldan gengið í gegnum mikla erfiðleika seinustu 10 ár. Faðir Michael, Joe, er látinn og dóttir Michael, Paris, hefur glímt við áfengis- og fíkniefnavanda og hefur reynt að taka eigið líf.

Móðir Michael, Katherine (89), sagði í einhverju viðtali að þegar hún hafi misst Michael hafi hún misst allt. Þeir sem þekkja til fjölskyldunnar segja að hún hafi aldrei orðið söm eftir andlát Michael:

Hún brosir og hlær sjaldan, en áður var hún þekkt fyrir hlýja persónuleika sinn. Það er eins og gleðin í sálin hennar sé farin,

Sonur Michael, Blanket (17), hefur aldrei verið mjög opinn og virðist halda sig mikið útaf fyrir sig. Fjölskyldan vonar að hann muni eldast upp úr þessu og það sé mikið í hann spunnið.

Elsti sonur Michael, Prince (22), útskrifaðist nýlega úr framhaldsskóla og er á réttri braut samkvæmt heimildarmanni.
Prince hagaði sér illa því hann hafði ekki leiðsögn foreldris. Hann hefur eytt um efni fram og skemmt sér mikið. Líf hans hefur ekki verið mjög eðlilegt og aðstandendur hans haft áhyggjur af framtíð hans. Það var ekki fyrr en hann útskrifaðist um daginn sem hann virðist vera á réttri leið.

Heimildir: RadarOnline.com
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here