Fjölskyldan biður fyrir Bruce Willis

Við sögðum ykkur frá því fyrir skemmstu að Bruce Willis (67)er orðin veikur af Aphasia eða Málstoli. Fjölskylda hans biður um kraftaverk fyrir þessi jól, en þau gáfu uppfærslu á heilsufari hans á Instagram.

Samkvæmt LA Times tóku samstarfsmenn Bruce eftir því á tökustað að hann virtist utan við sig og ruglaður og vissi ekki hvers vegna hann var þarna. Hann var meira að segja farinn að fá textann sem hann átti að segja í gegnum heyrnartól. Það kom svo að því að öllum varð ljóst að hann gæti ekki leikið lengur.

Í nýju færslunni á Instagram, sem dóttir hans Rumer deildi stóð að jólin væru alveg sérstakur tími fyrir fjölskylduna og þau ætluðu að halda í fjölskylduhefðirnar og vera með náttfatapartý og spilakvöld. Einnig kemur fram að eldri börn Bruce, sem hann á með Demi Moore, vildu nýta hverja einustu mínútu með honum um jólin og einn heimildarmaður sagði:

„Það koma dagar sem það sést aðeins glitta í gamla góða Bruce, en þessum augnablikum fækkar og lengra líður á milli þeirra. Hann virðist vera að fjarlægjast þau og það brýtur í þeim hjartað. Jólin eru hinum megin við hornið og það eina sem þau geta gert er að segja honum að þau elski hann og biðja fyrir því að það gerist kraftaverk um jólin.“

Heimildarmaðurinn sagði líka að Demi vildi varla víkja frá honum í þessum veikindum. „Ef hún er ekki með honum, þá talar hún við hann í síma svo hann heyri röddina hennar.“

Sjá einnig:

SHARE