Demi Moore og Bruce Willis enn nánari vegna alvarlegra veikinda Bruce

Demi Moore og Bruce Willis hafa lengi verið talin eitt af þeim fyrrverandi pörum sem eru hvað bestir vinir eftir skilnað. Þau voru gift í 11 ár og eiga börnin Rumer (34), Scout (31) og Talluah (28).

Eftir að Bruce greindist með Aphasia eða Málstol eins og það er kallað á íslensku, hefur samband Bruce og Demi orðið enn nánara samkvæmt Radar Online.

Þessi síversnandi röskun hefur áhrif á getu manns til að tala og skilja tungumál. Demi, ásamt börnum þeirra og Emma Heming, eiginkonu Bruce til 13 ára, upplýstu að Die Hard leikarinn þjáðist af þessum sjúkdómi og væri hættur að leika, fyrr á þessu ári í mars.

„Demi hefur verið í stöðugu sambandi við Bruce og Emmu,“ sagði heimildarmaður RadarOnline. „Hún notar hvert tækifæri sem hún getur til að eyða tíma með honum. Ef hún er ekki við hlið hans, þá hringir hún í hann bara svo Bruce heyri rödd hennar.“

Öll fjölskyldan stendur saman í að sjá um hinn 67 ára gamla Bruce. „Þeir vita að hann verður ekki til að eilífu,“ sagði heimildarmaðurinn. „Þannig að þau eru að njóta hverrar einustu stundar.“

Demi og Emma hafa aðeins bara orðið nánari eftir að veikindin byrjuðu, þar sem þær eiga báðar í erfiðleikum með að takast á við hnignun Bruce. „Bruce getur ekki sagt mikið og það virðist ekki eins og hann skilji mikið af því sem aðrir segja,“ hélt innherjinn áfram. „Þannig að Emma hefur í raun verið röddin hans. Þrátt fyrir hrakandi heilsu hans reyna ástvinir hans að vera sterkir – sérstaklega þegar hátíðirnar eru að koma.

Hvað er Aphasia eða Málstol?

1. Málstol er röskun sem leiðir til skerðingar á skilningi og tali. Það hefur áhrif á tjáningu og skilning á töluðu máli sem og getu manns til að lesa og skrifa.

2. Það byrjar venjulega vegna heilablóðfalls eða meiðslum á vinstri hlið heilans, þar sem stöðvarnar sem stjórna tali eru. [1]Einnig getur sjúkdómurinn byrjað vegna heilaæxlis eða taugasjúkdóms.

3. Málstol hefur engin áhrif á greind.

4. Málstol er algengara en heilalömun, MS, Parkinsonsveiki eða vöðvarýrnun samanlagt! [2] Og þó að það hafi áhrif á um 2 milljónir Bandaríkjamanna, eru margir sem vita lítið um sjúkdóminn.

SHARE