Fjölskyldufyrirtæki í 40 ár

Það er eitthvað svo fullorðins að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Það muna eflaust allir tilfinninguna að fá lyklana að íbúðinni sinni og finnast maður ríkari en allt. Ég man líka eftir því að fá skiltið með nöfnum fjölskyldunnar. Það var líka mjög mikið fullorðins.

Graf skiltagerð hefur séð um að útbúa skilti fyrir heimili og fyrirtæki á Íslandi frá því árið 1980. Skiltin frá þeim hafa verið notuð til að merkja hurðir, skápa, skrifstofur og fleira. Nokkur fyrirtæki eru í viðskiptum við Graf og má þar nefna verslunina Brynju, Póstinn og Neyðarþjónustuna í Skútuvogi.

Þessa dagana er 30% afsláttur hjá Skiltagerðinni Graf og er því um að gera að nýta sér það. Það er frí heimsending á skiltunum og það er einfalt að panta með því að fylla út eyðublað á netinu.

SHARE