Samkvæmt eiginkonu Jason Biggs, Jenny Mollen, hefur draugur með hund ofsótt þau og elti þau meira að segja frá Los Angeles til New York.

Jenny segir að þetta hafi allt hafist þegar þau fóru að taka eftir því að hurð á heimili þeirra var að opnast í sífellu án þess að þau hefðu opnað hana. Hún hafði samband við miðil sem talaði um framliðinn hund og gamlan mann sem hún sæi fylgja Jenny. „Ég get þolað að það sé hundur að fylgja mér en gamli maðurinn verður að fara,“ sagði Jenny í samtali við Us Weekly.

Fljótlega eftir þetta ákváðu þau að flytja með tveggja ára son sinn úr húsinu. „Ég er ekkert að grínast. Þegar kemur að draugum þá er ég farin. Ég get ekki tekist á við framliðna.“

 

Viðtalið birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans

SHARE