Fólk skammast út í nýtt útlit Lady Gaga

Samfélagsmiðillinn Twitter logaði eftir að Lady Gaga (30) kom fram í X-Factor á sunnudaginn. Fólk talaði um að andlit hennar væri breytt og að hún hlyti að hafa fari í nefaðgerð og jafnvel fleiri aðgerðir.

Sjá einnig: Lady Gaga er nýkomin með bílpróf

Fólk gekk það langt að kalla hana svikara fyrir að líta allt öðruvísi út og minntist ekkert á sönghæfileika hennar. Margir töluðu þó um hversu vel hún liti út, en fólk hefur mjög oft sett út á útlit hennar og sagt miður fallega hluti um hana á miðlum.

Þeim fannst andlit hennar vera strekktara en vanalega, augun opnari og nefið allt öðruvísi. Það var ein manneskja sem sagði að henni fyndist leitt hvernig fólk talaði illa um útlit hennar núna, þar sem það talaði illa um útlit hennar áður.

Það getur verið erfitt að gera fólki til geðs!

 

3B0A6D0E00000578-3999542-image-a-108_1480890181239

3B0A6D2F00000578-3999542-image-a-107_1480890163414

3B0A14B700000578-4000112-Vintage_look_The_platinum_haired_songstress_wore_a_studded_and_t-m-29_1480900207192

3B0A14DF00000578-4000112-Controversy_Rather_than_complement_the_30_year_old_s_powerhouse_-m-31_1480900224668

3B0A150B00000578-0-image-m-16_1480899487140

5

 

SHARE