Fór að gera kerti til að gleðja sig og fegra heimilið

Við rákumst á þessi æðislegu kerti á Facebook og urðum alveg heillaðar. Það er Þórdís Þorgeirsdóttir sem gerir þau en hún hefur verið að gera kertin síðan í desember 2010, þá fyrst til að gleðja sig og fegra heimilið sem er ein af ástríðum hennar í lífinu:

Svo urðu vinkonurnar svo hrifnar að ég ákvað að þetta yrði jólagjöfin til þeirra það árið og stuttu eftir jól fóru að berast pantanir frá þeirra vinum og vandamönnum og svona vatt þetta upp á sig.

Þórdís sér ein um alla hönnunina og einnig að fullgera kertin og segir að þetta sé búin að vera gríðarlega mikil en mjög gefandi og skemmtileg vinna en neitar því ekki að hún væri á tímum alveg til í hafa fleiri hendur!

Innblásturinn fæ ég víða. Ég kaupi allt efni sem ég nota í hönnunina á netinu svo ég eyði miklum tíma í að leita að efni þar. Skoða tímarit og stundum er gaman að fara til baka aftur í tímann og sækja efni í gamla sögu. Hvað ég vel hverju sinni fer að hluta til eftir því hvað er „inn“ en mest nota ég innsæið mitt, sem er mitt sterkasta verkfæri í minni hönnun og geri það sem mér finnst fallegt og ég vil hafa í kringum mig.

Hér eru nokkrar myndir af kertunum hennar Þórdísar og svo er hægt að sjá fleiri myndir á Facebook síðunni hennar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here