Frumleg og spennandi nýjung á Íslandi

Mér finnst rosalega gott að borða og það er einstaklega gaman að fara eitthvað út að borða. Ég fór nýverið út með vinkonum mínum á nýjan stað sem vakti athygli mína. Staðurinn heitir Pylsa eða Pulsa og er staddur á Hlemmur Square.

 

Eins og nafnið gefur til kynna eru pylsur í aðalhlutverki á staðnum en þær eru samt settar fram á frumlegan og spennandi hátt.

 

Við ákváðum því að skella okkur á staðinn, vinkonurnar og prófa eitthvað annað en þetta sama alltaf hreint.

20150716_195948

Á staðnum er allskonar tegundir af pylsum sem voru allar ótrúlega girnilegar en við prófuðum allar mismunandi rétti. Ein fékk sér þessa flottu nautapylsu, ein fisk og ein hamborgara. Það geta semsagt allir fengið eitthvað við sitt hæfi.

20150716_201133

 

Meðlætið með þessu öllu var bragðgott og vel heppnað.

20150716_201247

 

Hamborgarinn var úr dýrindisnautakjöti og var mjúkur undir tönn

20150716_201351

 

Fiskurinn var líka frábær og greinilega ekki langt síðan hann var veiddur

20150716_204952

Við fengum okkur svo allar súkkulaðiköku í eftirrétt sem bráðnaði í munninum.

 

Þjónninn okkar þetta kvöldið var algjörlega yndislegur og vildi allt fyrir okkur gera og það gerði kvöldið sérstaklega eftirminnilegt.

 

 

SHARE