Fullnægingarkvíði – Hvað er til ráða?

Fullnægingarkvíði er viðfangsefni sem fær ekki nógu mikla athygli, en þetta er raunveruleg tilfinning sem hefur áhrif á margar konur.

Hvað er fullnægingarkvíði?

Fullnægingarkvíði eru áhyggjur og stress um það að geta ekki náð því að fá fullnægingu í kynlífi með maka. Fullnægingarkvíði getur birst sem ofuráhersla á að fá fullnægingu eða að hafa allt of miklar áhyggjur af því að fá ekki fullnægingu.

Hvað veldur fullnægingarkvíða?

Skortur á jákvæðri kynvitund og kynfræðslu sem miðar að unaði í kynlíf er stór ástæða fyrir fullnægingarkvíða. Í kynferðislega frjálslegu samfélagi okkar finna margar konur fyrir þrýstingi til að stunda frábært kynlíf með sturluðum fullnægingum. Þótt stór skref hafi verið stigin til að hjálpa konum að fá fullnægingu með sjálfsfróun, eiga milljónir kvenna í erfiðleikum með að fá fullnægingu þegar karlmaður er með í leiknum.

Þetta er aðallega vandamál hjá konum en um 25% kvenna hafa aldrei fengið fullnægingu eða eiga mjög erfitt með að fá hana. Enn fleiri konur fá ekki fullnægingu meðan á kynlífi stendur, en rannsóknir hafa sýnt að aðeins 18,4% kvenna fá fullnægingu við samfarir eingöngu.

Sumir karlmenn vita hvernig á að láta konu fá fullnægingu, en margar konur skortir þekkingu eða eru ekki með sjálfstraustið til að segja körlum hvað þær þurfa, til að fá fullnægingu. Það er hinsvegar samtal sem þarf að eiga til að laga þetta algenga vandamál.

Fyrir konur sem vilja sigrast á fullnægingarkvíða og upplifa betra kynlíf, eru hér sex ráð:

1. Hættu að ofhugsa og æfðu núvitund

Þegar þú ofhugsar endurtekur þú neikvæðar hugsanir þínar og tilfinningar, veltir þeim fyrir þér og efast um þær. Sumar konur ofhugsa meira en karlar vegna meiri heilavirkni, eins og fram kemur í rannsókn Amen Clinics. Ofhugsun veldur streitu og kvíða sem eru einmitt algengustu ástæður þess að 58% kvenna fá ekki fullnægingu. Ofhugsun er þegar þú endurtekur neikvæðar hugsanir þínar og tilfinningar, skoðar þær og efast um. Sumar konur ofhugsa meira en karlar vegna heilavirkni, eins og fram kemur í rannsókn Amen Clinics.

Í svefnherberginu hugsa margar konur of mikið og finnst erfitt að fá fullnægingu vegna neikvæðra hugsana. „Ofhugsun lætur þig fá rörsýn á allt sem er að í lífi þínu,“ skrifaði sálfræðingurinn Dr. Susan Nolen-Hoeksema. Ein leið til að hætta að ofhugsa er að breyta viðhorfinu þínu úr „hvað er að?“ í „Hvað er EKKI að?“. Þú þarft að vera með jákvætt hugarfar til að geta fengið fullnægingu.

Fyrir margar konur er iðkun núvitundar lykillinn að því að sigrast á fullnægingarkvíða. Lærðu hvernig á að vera hér og nú í kynlífinu og kynlífið verður mun unaðslegra.

2. Einbeittu þér að unaði frekar en fullnægingu

Þó flestar konur geti auðveldlega örvað sig sjálfar til að fá fullnægingu, fá allt að 65% kvenna ekki fullnægingu við samfarir, jafnvel þó snípurinn sé örvaður.

Ef fullnægingarkvíði kemur í veg fyrir að þú fáir fullnægingu í kynlífi með maka gæti verið sniðugt að einblína á unaðinn í kynlífinu frekar en fullnæginguna. Ef þú einblínir of mikið á endapunktinn getur það valdið mikilli innbyrðis pressu og svo verður þú fyrir vonbrigðum ef það gengur ekki upp. Ef þú hugsar ekki stanslaust um fullnæginguna heldur bara að því að njóta unaðsins, ertu líklegri til að ná fullnægingu.

3. Þú ert ekki gölluð heldur venjuleg

Það er algengt að konur fái fullnægingarkvíða á einhverju tímabili í lífi sínu. Mörgum konum finnst erfitt að fá fullnægingu eða hafa aldrei fengið fullnægingu og það er allt í lagi. Mundu að þegar kemur að fullnægingu er ekkert til sem passar við alla. Hver kona er einstök og hefur mismunandi upplifun af fullnægingu. Það sem virkar fyrir eina konu virkar kannski ekki fyrir aðra og það er allt í lagi. Sumar konur fá ekki fullnægingu fyrr en á fertugsaldri eða jafnvel síðar og það er allt í lagi.

Það er mikilvægt að þú vitir að þú ert ekki gölluð, skemmd eða óeðlileg af því þú færð ekki fullnægingu eins oft og þú vilt eða býst við. Aðalatriðið er að þú lærir á sjálfa þig og sért með raunhæfar væntingar án þess að bera þig saman við aðra.

4. Talaðu um tilfinningar þínar

Skilvirk samskipti eru mikilvæg til að sigrast á fullnægingarkvíða. Opin samskipti á öruggan og fordómalausan hátt geta hjálpað til við að uppræta streitu í svefnherberginu.

Ef þú ert í sambandi skaltu tala við maka þinn um langanir þínar, óskir og mörk. Það getur hjálpað honum að skilja þarfir þínar og læra hvernig á að styðja þig.

Oft tala konur við kvenkyns vini sína um vandamál sem tengjast svefnherberginu og gera ráð fyrir að karlar hafi ekki áhyggjur af þörfum þeirra. Það er mikilvægt að muna að karlmenn lesa ekki hugsanir. Þeir hugsa öðruvísi en konur og þess vegna er mikilvægt að miðla þörfum þínum og óskum á áhrifaríkan hátt.

Þú getur sýnt maka þínum hvernig þér líkar að láta snerta þig eða leiðbeint honum með höndum þínum til að upplifa kynferðislega örvun.

5. Prófaðu nýja tækni

Leiðin að fullnægingu er mismunandi hjá konum. Ef þú átt í erfiðleikum með að fá fullnægingu meðan á kynlífi stendur, prófaðu þá mismunandi aðferðir til að hjálpa þér að ná hámarkinu.
Sérfræðingarnir hjá OMGYES bentu á fjórar aðferðir til að hjálpa konum að auka kynferðislega ánægju. Samkvæmt skýrslu frá OMGYES sögðu konur í Ameríku frá því að margar aðferðir væru til sem gerðu kynlífið enn unaðslegra og þær fjórar aðferðir sem gætu virkað væru: „shallowing,” „pairing,” „rocking,” and „angling”. Við fundum ekki góða leið til að þýða þessi orð en við munum klárlega fara yfir þær hérna seinna.

Samfarir eru aðeins ein leið til að konur geti náð fullnægingu en hver og ein kona getur fundið sína tækni.

6. Finndu hvað veitir þér unað

Margar konur hafa sætt sig við að þær geti ekki fengið fullnægingu því þær hafa upplifað margra ára ófullnægjandi kynlíf. Það getur líka verið erfitt að opna sig fyrir maka eða vinum um þetta vandamál. Skortur á þekkingu um kynlíf getur leitt til fullnægingarkvíða.

Margar rangar upplýsingar hafa orðið til þess að margir vita ekki hvernig á að örva konur og veita þeim fullnægingu.

Hollywood leikkonan og rithöfundurinn Kim Cattrall taldi sig ekki geta fengið fullnægingu fyrr en hún fékk sína fyrstu fullnægingu um fertugt. Þrátt fyrir að hafa leikið kynferðislega sjálfsörugga persónu í Sex and the city, átti Cattrall erfitt með að fá fullnægingu þar til hún hitti þriðja eiginmann sinn og lærði hvað kveikti í henni.

Að fræða þig um reynslu kvenna getur hjálpað þér að finna þína leið þína til kynferðislegrar ánægju.

Heimildir: Yourtango


SHARE