Ísraelski skóhönnuðurinn Kobi Levi sameinar nytsemi og þægindi með eftirtektarverðri og listrænni hönnun. Þessi hæfileikaríki hönnuður hefur lag á að hanna listræna, skemmtilega og fallega hæla fyrir konur á öllum aldri.

Skórnir eru handgerðir úr hágæðaefnum og líkja eftir mismunandi hlutum, dýrum og svo frv.  “Skórnir eru “lifandi” með eða án fótanna/líkamans. Meirihlutinn af hönnun minni er fyrir utan “skóheiminn” og umbreytir hefðbundinni skólínu. Útkoman er yfirleitt bráðfyndin með einstöku sjónarhorni á skó sem slíka,” segir hönnuðurinn.

Skólínan sem er í takmörkuðu magni er framleidd í stúdíói Levi í Tel Aviv og er hægt að kaupa á netinu, byrjunarverð er frá 800 dölum og upp í 3000 dali fyrir parið ( 92-350þ. ísl). Stjörnurnar hafa veitt hönnun Levi athygli og til dæmis var Lady Gaga í Double boot skóm hans í myndbandinu “Born this way”.

Myndir þú klæðast skóm Kobi?

Heimasíða

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”wV1FrqwZyKw”]

 

SHARE