Fyrirsæta gerir ilmvatn með sínum eigin svita

Wanessa Moura er 29 ára brasilísk fyrirsæta og áhrifavaldur og hefur vakið mikla athygli vegna nýja ilmvatnsins hennar, sem hún segir að innihaldi svita hennar.

Wanessa, sem býr í Sao Paolo, segir að hún hafi fengið hugmynd af því að nota svita sinn í ilmvatnið þegar núverandi kærasti hennar talaði um að náttúruleg líkamslykt hennar væri „spennandi og kynþokkafull“. Wanessa var ekki að heyra þetta í fyrsta sinn því fyrrverandi kærasti hennar hafði sagt þetta líka.

Hver ilmvatnsflaska inniheldur um 8 millilítra af svita og gefur ilmvatninu aukinn „kvenleika og nautn“. Wanessa segir að ilmvatnið, sem heitir Fresh Goddess, hafi nú þegar borið árangur því konur hafi sent henni skilaboð til að segja henni að þær hafi fengið mörg boð á stefnumót eftir að þær fóru að spreyja ilmvatninu á sig.

Wanessa segir að þessi „ástardrykkur“ hennar sé hverrar krónu virði en 50 ml flaska kostar tæpar 19 þúsund krónur.


Sjá einnig:

SHARE