Konur hópast til að láta fjarlægja úr sér fyllingar

Þetta hljómar kannski eins og við séum að tala um tannfyllingar, en nei, við erum að tala um fyllingar í rass. Það hefur verið ægilega vinsælt seinustu misseri, að fá sér svokallaða „Brasilian Butt lift“. Þessi aðgerð er mjög áhættusöm en hún felst í því að færa fitu frá einum stað líkama manneskju og setja hana í rasskinnar hennar í staðinn.

Samkvæmt PageSix eru konur í New York farnar að keppast við að fá tíma fyrir sumarið til að láta taka fyllingarnar úr rassinum á sér og borga fyrir það um 25.000 dollara eða 3,3 milljónir króna.

Lýtalæknirinn vinsæli, Dr. Ryan Neinstein, sagði frá því í samtali við PageSix að mikið af konum væru að hringja á læknastöðina hjá þeim, til að panta tíma til þess að láta laga eitthvað sem hafði verið gert annarsstaðar. „Þó það sé auðvelt að prófa sig áfram með hárgreiðslur og fatnað, finnst mér að það eigi ekki að vera gert með skurðaðgerðir,“ sagði Dr. Ryan og bætir við að „vinsælasta“ aðgerðin sé núna að taka til baka „of fylltar“ rasskinnar. „Þessar konur geta ekki gengið úti á götu alla daga eins og teiknimyndafígúrur. Ég þarf vanalega að minnka og gera rasskinnar stinnari, ásamt því að móta og koma öllu í eðlileg hlutföll,“ segir Dr. Ryan og bætir við að flestar þessarra aðgerða sem hann sé að leiðrétta séu framkvæmdar í suðurhluta Flórída og Kólumbíu.


SHARE