Christina Aguilera (33) eignaðist dóttur í ágúst með unnusta sínum Matt Rutler (30). Litla stúlkan hefur fengið nafnið Summer Rain og hefur þeim tekist að halda öllum myndum af litlu prinsessunni leyndum.
Nú hefur Christina samt birt mynd af litlu dúllunni á Instagram hjá sér og skrifaði við hana: „Passið ykkur… hér er önnur að undirbúa sig til að sigra heiminn“ og vísar til þess sem stendur á bossanum, en þar stendur Lil diva eða lítil díva.
Christina hefur verið í þáttunum Voice og mun snúa aftur þangað nú í febrúar eftir barneignarfrí. Í fjarveru hennar hefur söngkonan Gwen Stefani verið í hennar sæti og hefur nú verið sett í gang auglýsingaherferð til að tilkynna endurkomu Christina í þættina.
Tengdar greinar: