„Ég er virkilega stolt af skegginu mínu!“

Gennevieve var aðeins 16 ára þegar hún fór að fá skegg. Hún áttaði sig ekki á því hvað var að gerast en var svo greind með PCOS sem getur haft þessi áhrif á hormónakerfið. „Þegar þetta byrjaði fyrst var ég mjög ringluð og skammaðist mín. Þetta hafði áhrif á sjálfstraustið mitt og mig langaði bara að fela mig,“ segir Gennevieve.

Sjá einnig: Úrskurður Depp vs. Heard er kominn!

Gennevieve reyndi eins og hún gat að fela þetta og rakaði sig endalaust. Svo ákvað hún að koma bara„út úr skápnum“ með þetta á Instagram og viðbrögðin sem hún fékk voru betri en hún þorði að vona. „Ég er virkilega stolt af skegginu mínu í dag. Ég ráðlegg öllum konum sem eru að glíma við það sama að reyna að læra að elska skeggið sitt. Það er hægt!“

SHARE