Getur ekki selt skrautlegt heimili sitt

Listakonan Mary Rose Young hefur búið í þessu húsi, í Englandi, í þrjá áratugi. Hún hefur notað þann tíma í að breyta húsinu í dúkkuhús í fullri stærð. Það er allt málað með skrautlegum litum og það virðist ekki vekja lukku annarra en þeirra hjónanna sem búa þarna.

Þau settu húsið á sölu árið 2014 og hingað til hefur aðeins ein manneskja fengist til að koma og skoða húsið.

Verðið á húsinu er um 42 milljónir króna en fasteignasali hjónanna telur að húsið sé óseljanlegt í því ástandi sem það er núna.

SHARE