Glæsilegur og nútímalegur hægindastóll – Myndir

Hann lítur kannski ekki út fyrir að vera þægilegasti stóll í heimi en þessi stóll, sem heitir Quartz, er sagður vera alveg kjörinn til þess að slaka á í.

Þú getur raðað bútunum í hann eins og þér hentar best og þá ertu komin með þitt eigið „hreiður“ þar sem þú getur hreiðrað um þig með góða bók eða poppskál við sjónvarpið.

Það er hægt að versla svona stól á Touch of Modern.

SHARE