Naglatískan árið 2017 verður skemmtileg og litrík samkvæmt PureWow.

 

Glært svæði á tvílituðum nöglum

Þú munt sjá meira og meira af svona nöglum, þar sem viljandi er skilin eftir hluti af nöglinni sem er ekki lakkaður. Glansandi litur á móti glimmeri er eitthvað sem koma skal

sleeveless_nail

Ekkert á hliðunum

Hvern hefði grunað að það gæti verið svona pæjulegt að skilja eftir hliðarnar á nöglunum og lakka bara eina rönd yfir nöglina?

Krómaðar línur

Þetta er svo önnur útgáfa af þessari tísku. Krómuð lína yfir nöglina. Ótrúlega flott!

geode_nail

Gimsteinaneglur

Þú getur náð þessu útliti á nöglunum með því að nota króm, glimmer og liti saman og nota ímyndunaraflið.

 single_line_nail

Mínemalískar línur

Ein einfaldasta tískan er að gera eina beina línu þvert yfir nöglina. Þú getur gert þetta enn skemmtilegra með því að hafa tvo liti.

wire_frame_nail

Ef þú vilt vera minemalísk geturðu límt svona örfínan vír á útlínur naglanna, eins og gert er hér að ofan. Þú getur líka reynt að mála línuna á en það gæti orðið erfitt að hafa línurnar svona fíngerðar.

diamond_nail

Demantaneglur

Þú getur núna fengið svona ofan á þínar neglur. Þú þarft enga skartgripi ef þú ert með svona neglur. Það er kannski ókostur að þér mun aldrei finnast neinar neglur jafn glæsilegar og þessar, eftir að þú færð þér þessar einu sinni.

 

SHARE