Glæsivilla við Bergstaðastræti – Myndir

Þetta fallega hús við Bergstaðastræti er til sölu. Húsið er mikið endurnýjað og glæsilegt í alla staði. Húsið er 300 fm. að stærð á þremur hæðum. Stofurnar eru fjórar talsins og ein þeirra er sem stórt fjölskyldu og afþreyingarrými á neðstu hæð hússins Húsögn, listaverk og munir gera heimilið stílhreint og falleg. Virðulegur stigagangur er á milli hæða með stórum glugga sem hleypur birtunni inn í rýmið. Tvöföldu innihurðarnar með frönsku gluggunum hleypa vissri rómantík í stofunnar og opna fyrir flæðið á milli rýma. Í eldhúsinu er látlaus en stílhrein og falleg viðarinnrétting með vönduðum tækjum. Ekki er settur verðmiði á þessa glæsilegu eign á besta stað í borginni, en öllum frjálst að gera tilboð.

 

 

 

SHARE