Grænmetispasta fyrir 4

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni. 

Þetta er dásamlega fljótlegur og bragðgóður grænmetisréttur, í hann geturðu notað hvernig pasta sem þú vilt; skeljar, skrúfur, rör, brotin lasagna blöð o.s.frv. og grænmetið getur í raun verið það sem þú finnur til í ísskápnum.

Grænmetispasta fyrir 4

  • 300gr pasta
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 paprika, í bitum
  • 1/2 púrrulaukur, í sneiðum
  • 1 laukur, fínsaxaður
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 2 msk tómatpúrra
  • 1 dós niðursoðnir tómatar
  • 1 dl vatn
  • 2 msk balsamedik
  • 1 msk hunang
  • 1/2 tsk chiliflögur
  • 1 tsk oregano, þurrkað
  • 1 tsk salt
  • nýmalaður svartur pipar
  • 185 gr rjómaostur
  • 125 gr ostur, rifinn

Undirbúningur: 15 mínútur

Eldunartími: 50 mínútur

Byrjaðu á að hita ofninn í 170°C.

Sjóddu pastað skv leiðbeiningum á pakkanum.

Á meðan pastað sýður þá skaltu skera niður allt grænmetið og steikja í olíu á pönnunni við meðalhita. Hrærðu í annað slagið, steiktu í um 8 mínútur eða þar til laukurinn verður gullinn og allt fer að mýkjast.

Bættu þá við tómatpúrru, tómötunum, vatni, balsamedik, hunangi, chiliflögum, oregano og salti og pipar ásamt rjómaostinum. Láttu malla í 12-15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.

Helltu nú pastanu í eldfast mót, helltu sósunni yfir og blandaðu vel saman. Stráðu rifna ostinum yfir og bakaðu í ofninum í 15-20 mínútur eða þar til osturinn er gullinbrúnn.

Endilega smellið einu like-i á

á Facebook

SHARE