Hættu að „swing-a“ vegna ofsókna

Enska parið Elvis Sharps (43) og Tracy Doncaster (55) segjast hafa þurft að hætta að taka þátt í „swingi“ af því þau fengu svo mikið af leiðindum á sig á netinu. Þau segjast hafa fengið líflátshótanir og aðrir hafi sagt að þau líti út eins og mæðgin.

Elvis og Tracy byrjuðu í „swing-i“ fyrir 12 árum en nú ráðleggja þau öðrum að halda sig frá því að taka þátt í „swing-i“. Þau fóru í þetta til að auka spennuna í sambandinu og til að eignast vini. Í dag eru þau þó farin að vara fólk við því að fara í „swing“ því þau hafi fengið slæmar móttökur, verið kölluð feit og sögð líta út fyrir að vera mæðgin, eins og fyrr segir.

Elvis segir í viðtali við Mirror að þau séu mjög ánægð að vera hætt að „swinga-a“ og séu núna að spá í að gifta sig.

Sjá einnig:

SHARE