Taylor Swift gagnrýnd fyrir að hunsa Céline Dion á Grammy-verðlaununum

Netverjar um allan heim keppast nú við að gagnrýna söngkonuna Taylor Swift fyrir það hvernig hún hunsaði goðsögnina Céline Dion er hún var að færa Swift Grammy-verðlaun fyrir bestu plötuna. Gagnrýnin snýr aðalega að því hvernig Swift tók við verðlaununum og hún hafi ekki einu sinni haft fyrir því að líta framan í Célion Dion er hún afhendi henni verðlaunin. Þó að maður leyfir sér að trúa því Swift hafi bara verið utan við sig af ánægju og ekki áttað sig á hvernig þetta leit allt út þá er svolítið erfitt að horfa á Céline Dion standa þarna vandræðalega með verðlaunin. Céline var að koma fram opinberlega í fyrsta skipti í langan tíma eftir að hún greindist með alvarlegan taugasjúkdóm sem kallast „stiff person syndrome“ (SPS).

SHARE