Hátíðleg verðlaunaafhending í Hörpu – Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 – Sjáðu myndirnar

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í 20. sinn kvöldið í gærkvöldi í Hörpu. Verðlaunaafhendingin var einstaklega hátíðleg vegna afmælisins og var stiklað á sögu hátíðinnar í dagskrá kvöldsins.

Marg var um manninn og það voru fáir tónlistarmenn sem létu ekki sjá sig í Hörpu. Kynnir kvöldsins var Villi naglbítur og hélt hann stuðinu upp af sinni alkunnu snilld.

Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi:

Plata ársins (popp og rokk) Mammút

Plata ársins (djass og blús) K-tríó

Plata ársins (sígild- og samtímatónlist) Over light earth með Daníel Bjarnasyni

Plata ársins í opnum flokki Days of gray með Hjaltalín

CocaCola plata ársins Grísalappalísa

Söngvari ársins John Grant

Söngkona ársins Sigríður Thorlacius

Bjartasta vonin (poppi, rokki og blús) Kaleo

Bjartasta vonin (Sígild og samtímatónlist og Jazz) Fjölnir Ólafsson

Textahöfundur ársins Bragi Valdimar Skúlason

Lagahöfundur ársins John Grant

Tónverk ársins (Djass og blús) ­ Strokkur af plötunni Meatball Evening – Kristján Tryggvi Martinsson­

Tónverk ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Nostalgia ­ Páll Ragnar Pálsson

Upptökustjóri ársins ­ Sveinn Helgi Halldórsson ­ Fyrir stjórn upptöku á Enter 4 með Hjaltalín

Tónlistarviðburður ársins ­ Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson – Ragnheiður, ópera

Plötuumslag ársins ­ Mammút ­ Komdu til mín svarta systir ­ Hönnun: Alexandra Baldursdóttir, Katrína Mogensen, Sunneva Ása Weisshappel

Söngvari ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Ágúst Ólafsson

Söngkona ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Hallveig Rúnarsdóttir

Tónlistarflytjandi ársins (Djass og blús) ­ Sigurður Flosason

Tónlistarflytjandi ársins (Popp og rokk) ­ Skálmöld

Tónlistarflytjandi ársins (Sígild­ og samtímatónlist) ­ Nordic Affect

Tónlistarmyndband ársins ­ Grísalappalísa ­ Hver er ég? í leikstjórn Sigurðar Möller Sívertsens

SHARE