Hátískuhúsið Dior kynnti Pre-Fall 2015 í Tokyo við tónverk Bjarkar

Dior kynnti Pre-Fall línu hátiskuhússins síðastliðinn fimmtudag við talsverða viðhöfn í Tokyo og mátti vart sjá hver flíkin var glæsilegri en önnur.

Stutt er síðan hátískuhúsið gaf út nýja bók þar sem farið er ofan í saumana á helstu afrekum Dior á sviði hátísku og þeim línum sem þykja hafa valdið straumhvörfum í hátískuheiminum gegnum árin.

.

screenshot-2.bp.blogspot.com 2014-12-14 13-10-16

.

Það er hátískuljósmyndarinn Patrick Demarchelier sem á heiðurinn að ljósmyndunumí bókinni,sem gefinn er út af Rizzoli og ber einfaldlega heitið Dior: New Couture. Ritið, sem er stórbrotin útgáfa, spannar fegurstu hátískuflíkur Dior allt frá árinu 1947 og fram til dagsins í dag.

.

13

Sýnishorn úr ritinu Dior: New Couture – Ljósmynd: Patrick Demarchelier 

.

Í bókinni sjálfri fer Patrick Demarchelier stórum í myndrænni framsetningu á hátískuflíkum Dior, sem sýnir tímalausa hönnun Raf Simons, en bókin er einnig merkur minnisvarði um þá skapandi einstaklinga sem hafa haldið merki Dior á lofti undanfarna sex áratugi og skapað hátískuhúsinu þann tímalausa sess sem Dior státar af í dag.

.

screenshot-3.bp.blogspot.com 2014-12-14 12-37-38

Sýnishorn úr ritinu Dior: New Couture – Ljósmynd: Patrick Demarchelier 

.

Hér má sjá Pre-Fall línu Christian Dior eins og hún kom áhorfendum fyrir sjónir í Tokyo en ef grannt er hlustað má hlýða á tónverk Bjarkar, Hunter, þegar líða tekur á sýninguna sjálfa:

Tengdar greinar:

Vinnan að baki gerð hátískuflíkar er mögnuð ásýndar

Tíu heitustu karlmódel allra tíma í myndum og máli

Er Galliano að undirbúa „kombakk“?

SHARE