María Ólafs var valin af íslensku þjóðinni til að fara og taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd. Þessi stúlka er 22 ára gömul og með rödd sem gæti fyllt heilt hverfi, útgeislun sem gætti brætt heilu þjóðirnar og bros sem lýsir upp heila íþróttahöll.

María má vera stolt af sínum flutningi og þó hún komist ekki áfram gerði hún sitt besta og betur en við flest hefðum gert í nákvæmlega þessum sporum. Fyrir ykkur „hatarana“ eins og ég kalla ykkur, sem fáið mikið útúr því að tala illa um alla sem dirfast að elta draumana sína og taka skref í lífinu sem eru krefjandi og valda oft umtali, hættið þessu! Hvað voruð þið að gera þegar þið voruð 22 ára? Ég veit að ég var allavega ekki að koma fram fyrir milljónum áhorfenda, fyrir utan það að ég hefði aldrei lifað það af fyrir stressi.

Horfum í eigin barm og hættum að dæma. Ekki skrifa eitthvað á netið sem þú myndir ekki segja beint framan í viðkomandi. Það er ágætis regla.

Tökum vel á móti Maríu þegar hún kemur heim!

Við stöndum með þér María og tökum ofan fyrir þér!! Áfram þú stórglæsilega söngkona!

Ást og virðing

Fylgstu með!

Kidda á Instagram

Hún.is á Instagram

Hún.is á Snapchat: hun_snappar

SHARE