Heiðurstónleikar til heiðurs Janis Joplin

Þann 19.janúar næstkomandi hefði rokksöngkonan Janis Joplin orðið 75 ára gömul.
Að því tilefni verða þann sama dag haldnir sérstakir afmælistónleikar
henni til heiðurs í Gamla Bíó. 

Andrea Jónsdóttir, útvarpskona og rokkamma, smalaði saman okkar færustu söngkonum til að spreyta sig á lögum Janisar, ásamt 8 manna hljómsveit.

Söngvarar sem koma fram eru Andrea Gylfa, Salka Sól, Bryndís Ásmunds, Stefanía Svavars og Lay Low, ásamt 8 manna hljómsveit.

Andrea Jóns verður svo að sjálfsögðu á staðnum til að skála við salinn, en á barnum verður sérstakur Janis Joplin Southern Comfort drykkjarseðill.

Tónleikar hefjast 19.janúar kl 21. Miðasala er á www.tix.is

Við ætlum að gefa heppnum vini okkar miða fyrir tvo á þessa svakalega flottu tónleika. Það sem þú þarft að gera er að deila þessari grein og segja okkur hvern þú myndir taka með þér á tónleikana.

SHARE