Heimagert Graskers Granola – Uppskrift

Í Kaliforníu kynntist ég hressri konu á bændamarkaði sem seldi svona líka rosalega gott granola í pokum. Ég fór nokkra sunnudaga í röð og keypti granola hjá henni en ákvað svo að reyna að búa til mína eigin uppskrift.
Þetta granola á ég núna alltaf til heima hjá mér og get gripið í það ef nasl þörfin knýr dyra eða ef mig langar í eitthvað gott með skyrinu eða jógúrtinu mínu.
Er svo lánsöm að það fæst graskersmauk og pumpkin pie spice hér á landi.

300 grömm grófir hafrar
40 grömm kókosflögur
80 grömm sólblómafræ
1 dl hnetublanda (ég notaði saxaðar valhnetur og möndlur)
2 tsk kanill
1 tsk pumpkin pie spice
1/8 tsk salt
2 eggjahvítur
2 dl niðursoðið grasker / graskersmauk
¾ dl hunang
½  dl kókosolía eða vegetable oil (meira ef þið teljið þurfa)
2 msk hrásykur
1 tsk vanilludropar
trönuber og döðlur

Aðferð
Hitið ofninn í 150 gráður. Hrærið saman höfrum, kókosmjöli, sólblómafræjum, hnetum, kanil, pumpkin pie spice og salti í stórri skál. Látið til hliðar.
Þeytið eggjahvítur í hrærivél í um það bil 60 sekúndur. Bætið graskersmaukinu, hunanginu, bræddri kókosolíunni, hrásykrinum og vanilludropunum við þar til allt hefur blandast vel. Hellið blöndunni yfir þurrefnin og hrærið allt vel saman.  Dreifið blöndunni á bökunarpappír á tveimur plötum. Hafið lagið ekki of þykkt og ekki of þunnt. Bakið í 30-40 mínútur. Fylgist vel með og hrærið í á 10-15 mín fresti til að koma í veg fyrir að granolað brenni. Takið herlegheitin út úr ofninum og látið standa í 20 mín til að leyfa þessu að storkna. Saxið döðlur og blandið við granola í stórri skál ásamt trönuberjum eða rúsínum.

garnóla3

Geymið í lokuðum/loftþéttum umbúðum í allt að 2 vikur. Svo er bara spurning hvort þetta endist svo lengi.

Höfundur: Birna Varðar.

birna

SHARE