Heimatilbúin möndlumjólk

Möndlumjólk er sérlega næringarrík og virkilega bragðgóð. Tilvalið er að nota hana í “boostið” eða drekka eintóma og fyrir þá sem eru með mjólkuóþol er hún góð því hún inniheldur kalk. Möndlur eru nefninlega stútfullar af næringarefnum eins og t.d. E vítamíni, mangan, kalki, magnesíum, kopar, B2 vítamíni og fosfór svo innihalda þær líka góða fitu og eru afar próteinríkar. Möndlumjólk sem keypt er úti í búð er ekki næstum eins bragðgóð fyrir utan hversu mikill sykur er í henni.

Uppskrift

Möndlur 250
Vatn 1,5-2 litrar
Sæta eftir smekk t.d. lífrænar döðlur ca. 5-6 stk

Aðferð

-Möndlurnar eru lagðar í bleyti yfir nótt.

-Smekksatriði er hvort hýðið er tekið af eða ekki.

-Allaveganna eru þær skolaðar vel morguninn eftir og settar í blandara ásamt vatninu. Gott ráð er að blanda ekki öllu vatninu saman í einu heldur sía inn á milli.

-Hægt er að sía möndluhratið frá í gegnum spírupoka eða nælonsokk.

-Svo er að bragðbæta eftir smekk. Möndlur eru mjög sætar svo því má líka sleppa en hægt er að nota döðlur sem lagðar eru í bleyti um leið möndlurnar, agave síróp eða vanillusykur.

-Hratið má svo nota í bakstur.

-Tilvalið er að hella möndlumjólkinni á glerflöskur undan lífrænu söfunum frá Rapunzel.

Verði ykkur að góðu.

 

SHARE