Heimsækir öll löndin í heiminum – Ætlar að gera það á mettíma!

Eric Hill, 31 árs, var hér á landi á dögunum en hann vinnur nú að því að slá heimsmet með því að heimsækja öll löndin í heiminum á mettíma eða þremur árum en hann hóf ferðalagið í febrúar á þessu ári í Norður Kóreu. Ef hann nær því markmiði sínu mun hann slá annað met á sama tíma og það er að vera yngsti ameríkaninn sem heimsækir öll lönd í heiminum.

Við hjá Hún.is fengum aðeins að hitta á Eric til að spyrja hann útí þetta verkefni hans. „Ég er að uppfylla draum sem ég hef átt síðan ég var lítill og sýna fram á að hvert einasta land hefur upp á eitthvað stórkostlegt að bjóða. Ég ætla að demba mér í menningu, ævintýri og góðgerðarmál á hverjum stað,“ segir Eric. 

Eric lendir í allskonar skemmtilegum og krefjandi ævintýrum, t.d. var hann sakaður um að vera njósnari í Sýrlandi og vissi hann ekkert hvað yrði um hann þá. 

Eric er með skemmtilegar síður þar sem hægt er að fylgjast með honum:
SHARE