Hekluð snjókorn – einföld uppskrift

Hér kemur hekluppskrift í boði vefsíðunnar Handverkskúnst.is. Á heimasíðunni má nálgast prjóna- og hekluppskriftir og ýmiskonar fróðleik.

031_litil_merkt

Einföld hekluð snjókorn

Gerið töfralykkju eða heklið 8 LL, tengið saman í hring með KL.

1. umf: Heklið 1 LL, 18 FP inn í hringinn, lokið umf með KL í fyrsta FP.

2. umf: Heklið 4 LL (telst sem ST og LL), ST í sömu L og KL var gerð í, FP í næstu 2 FP, [í næstu L er gert ST, LL, ST, allt í sömu L, FP í næstu 2 FP] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim þrem sem gerðar voru í byrjun umf.

3. umf: Heklið 7 LL (telst sem ST og 4 LL), ST í sömu L, 5 LL, sl. næstu 4 L, [í næsta LL bil er heklað ST, 4 LL, ST, allt í sömu L, 5 LL, sl. næstu 4 L] x 5, lokið umf með KL í 3ju LL af þeim sjö sem gerðar voru í byrjun umf.

4. umf: Færið ykkur yfir í næsta LL bil með KL, heklið 4 LL (telst sem 1 TVST), 2 TVST í sama LL bil, 10 LL, kl í hnúðinn aftan á 8. LL frá nálinni, 7 LL, KL í sama hnúðinn, 7 LL, KL í sama hnúðinn, 2 LL, 3 TVST í sama LL bil og áðan, 5 LL, [í næsta LL bil er heklað 3 TVST, 10 LL, KL í hnúðinn aftan á 8. LL frá nálinni, 7 LL, KL í sama hnúðinn, 7 LL, KL í sama hnúðinn, 2 LL, 3 TVST í sama LL bil og áðan, 5 LL] x 5, lokið umf með KL í 4. LL af þeim fjórum sem gerðar voru í byrjun umf.

Slítið frá, gangið frá endum, stífíð og njótið vel.

Góð ráð um hvernig megi stífa snjókorn má finna með því að smella hér:

Prjónauppskriftin er í boði Handverkskúnst.is sem er haldið úti af mæðgunum Guðrúnu Maríu og Elínu Kristínu. Á heimasíðunni má nálgast prjóna- og hekluppskriftir og ýmiskonar fróðleik.

Tengdar greinar:

Zig Zak prjónasokkar -uppskrift

Ný prjónabók: Tvöfalt prjón – uppskrift af fallegu eyrnarbandi

Litlar jóladúllur – hekluppskrift í boði Handverkskúnst

SHARE