Ný prjónabók: Tvöfalt prjón – uppskrift af fallegu eyrnarbandi

Tvöfalt prjón – flott báðum megin

Screen Shot 2014-12-01 at 09.42.29

Út er komin prjónabók sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, Tvöfalt prjón – flott báðum megin eftir Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttur. Bókin inniheldur 38 uppskriftir sem allar eru prjónaðar með tvöfalt prjón tækninni. Tvöfalt prjón hefur átt vaxandi vinsældum að fagna hér á landi undanfarin ár og er klárlega þörf á uppskriftabók sem sinnir þessari prjónatækni.  Uppskriftirnar henta byrjendum sem lengra komnum og fremst í bókinni er ítarlegur leiðbeiningakafli í máli og myndum.

Vantaði íslenska bók með uppskriftum af tvöföldu prjóni

„Ég hef verið að kenna tvöfalt prjón síðast liðin tvö ár og kviknaði hugmyndin að bókinni eftir að ég heyrði á konum sem komu á námskeiðin mín hjá Handverkskúnst,  að þær vildu uppskriftir á íslensku ekki erlendu tungumáli. Margar hugmyndir að munstrum sótti ég í tvær frábærar bækur, hina íslensku Sjónabók og Føroysk Bindingarmynstur,“ segir Guðrún María í viðtali við Hún.is.

 Tvær ólíkar flíkur í einni flík

Screen Shot 2014-12-01 at 09.42.48

Peysan Aþena kemur í stærðum frá 2-8 ára

„Um er að ræða skemmtilega prjónatækni þar sem þú skapar flíkur sem hægt er að snúa við og nota á báða vegu. Engin ranga bara hlið A og hlið B. Oftast eru flíkurnar prjónaðar með tveimur litum en þrír og jafnvel fjórir litir eru mögulegir. Þú velur hvort þú ætlar að prjóna sama munstur á hvorri hlið þar sem litir víxlast eða prjóna sitt hvort munstrið og fá þá tvær ólíkar flíkur í einni flík.“

Screen Shot 2014-12-01 at 09.43.05

Herrahúfan Gissur, tvær húfur í einni – sitthvort munstrið

 

Uppskrift af eyrnabandinu Frostrósir

Hér er gott stykki að æfa sig á í tvöfalt prjón tækninni.

Screen Shot 2014-12-01 at 09.43.18

 

Stærð:
Ummál:  40 sm

Garn:
Kambgarn eða annað garn sem gefur sömu prjónfestu,
um 20 gr af hvorum lit

Prjónar:
Hringprjónar 40 sm,  nr 4

Prjónfesta:
20 lykkjur = 10 sm

Aðferð:
Fitjið upp með lit A 80 lykkjur. Tengið í hring og fjölgið lykkjum í fyrstu umferð með því að prjóna framan og aftan í hverja lykkju; 1 slétt+1 brugðin = 80 lykkjupör á prjóninum.
Bætið við lit B og prjónið samkvæmt munsturteikningu, alls 22 umferðir.
Prjónið að lokum 2 umferðir með lit A; prjónið lykkjur á hlið A í fyrri umferð og lykkjur á hlið B í seinni umferð. Fellið síðan laust af og prjónið um leið saman hvert lykkjupar, slétt snúið.
Þvoið stykkið og leggið til þerris.

Screen Shot 2014-12-01 at 09.43.32

 

Bókin er fáanleg meðal annars í bóka- og garnverslunum, Bónus, Hagkaup, Nettó.

 

Screen Shot 2014-12-01 at 09.43.41

 Nokkrar myndir af börnunum í bókinni

Skyldar greinar:

Prjónauppskrift af ZigZak sokkum

Prjónaskapur á sér engin takmörk

 

 

SHARE