Angelina Jolie og Brad Pitt sem voru útnefnd tekjuhæsta leikarapar í Hollywood árið 2013 með tekjur upp á 50 milljón dollara notuðu nýlega hluta af auðinum í skartgripabúð í Hong Kong.
Parið heimsótti Emperor skartgripa- og úrabúðina og spöruðu þar ekkert við sig. Meðal þess sem parið verslaði var Parmigiani úr (svissneskt úr þekkt fyrir gæði og glæsileika), 18 karata gullhálsmen sem nefnt er “The Sunray pendant” (Sólargeislahálsmenið) og 2 demanta.

resize

Angelina (38 ára) hefur verið í Sydney Ástralíu að leikstýra mynd sinni Unbroken, en Brad (49 ára) hefur verið í Bretlandi við tökur á myndinni Fury.

angelina-jolie-3-300

SHARE