Hrákakan hennar Birnu – Uppskrift

Hvort sem þú ert sælkeri eða ekki þá er alltaf ljúft að eiga hráköku í frystinum. Auk þess að vera troðfull af góðri fitu og öðrum næringarefnum þá er þessi líka mjög bragðgóð. Tilvalið að grípa í eina pena sneið ef sykurþörfin kallar eða ef þig langar bara í eitthvað smá með kaffibollanum.

 

Undir- og yfirlag

100 gr valhnetur

150 gr möndlur

1/8 tsk salt

190 gr ferskar döðlur

50 gr kakóduft

Millilag

90 gr möndlur

45 gr. valhnetur

125 gr rúsínur

½ bolli haframjöl

3-4 msk hnetusmjör

Aðferð

1. Setjið valhnetur, möndlur, salt, ferskar döðlur (steinhreinsaðar) og kakóduft í matvinnsluvél og blandið mjög vel saman – þið viljið helst fá ákveðna leiráferð á soppuna

2. Setjið bökunarpappír í botninn á tveimur hringlaga bökunarformum

3. Skiptið soppunni í tvennt og þrýstið vel út til hliðanna

4. Geymið í frysti meðan þið gerið millilagið

5. Setjið möndlur og valhnetur fyrst í matvinnsluvélina og blandið – bætið svo við rúsínum og haframjöli og blandið enn betur

6. Hrærið hnetusmjörinu út í og blandið öllu mjög vel saman. 7. Takið yfir- og undirlagið út úr frystinum og leggið undirlagið á disk

8. Smyrjið millilaginu jafnt á og leggið svo yfirlagið yfir

9. Skreytið að vild og skellið þessu í frysti

10. Takið út og njótið hvenær sem hentar

 

Höfundur:  Birna Varðar.

 

 

 

SHARE