Hugh Hefner reyndi að múta mér með peningum

Í nýju viðtali fyrir þátt Opruh Winfrey, Where Are They Now, greinir Holly Madison frá því hvernig þáverandi kærasti hennar Hugh Hefner reyndi að múta henni.

Sjá einnig: Playboy kanínan Holly Madison sýndi áhorfendum fæðingu dóttur sinnar – Myndband

Sambandið fór að ganga illa hjá Holly og Hugh eftir að það var orðið ljóst að þáverandi kærustur hans Bridget Marquardt og Kendra Wilkinson voru á förum. Þeim hafði gefist nýtt tækifæri og höfðu því tekið ákvörðun um að enda samband sitt við Hugh.

Holly segir að hún hafi á þeim tíma verið komin með nóg. Hún hafi loksins gert sér grein fyrir allri blekkingunni og að þetta væri ekki líf fyrir hana.

Sjá einnig: Holly Madison íhugaði sjálfsmorð og líkir dvölinni á Playboy setrinu við martröð

Í viðtalinu við Opruh Winfrey segir Holly að þegar hún hafi ætlað að sækja dótið sitt í herbergi Hugh hafi hún fundið erfðaskrána hans. Í henni stóð að hún myndi erfa rúmlega 380 miljónir.

Það var alveg augljóst að hann skildi hana þarna eftir svo ég sæi hana, af því að hann vonaðist til þess að það myndi breyta ákvörðun minni og fá mig til að vera áfram. Það gerði þetta bara ennþá ógeðslegra af því það sem getur þá sagt er: „hey hérna, ég ætla að láta þig fá pening til að fá til að vera lengur“.

Sjá einnig: Kendra tjáir sig um kynlíf með Hugh Hefner: Hún var 18 og hann 78 ára

 

a32e25bc5e1769650fd350405004c7

SHARE