Vinsæl brasilísk Instagram stjarna er látin eftir baráttu við krabbamein. Hún hét Nara Almeida og var 24 ára og var með 4,5 milljón fylgjendur.

Nara var með krabbamein í maga og var allan tímann bjartsýn og leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með baráttu sinni, en hún greindist 2017.

Kærasti hennar, Pedro Rocha, tilkynnti um andlát hennar á Instagram.

 

Nara lést því miður í gærkvöldi eftir mikla baráttu. Ég vildi hafa hana hjá mér að eilífu en hún átti skilið að hvílast. Andlát hennar skilur eftir sig stórt gat í hjarta mínu en hún mun lifa áfram innra með mér. Hún verður alltaf vera fyrirmyndin mín og hjálpar mér að sjá heiminn í bjartara ljósi. Ég er viss um að hún mun deila styrk sínum til fjölda fólks áfram, en það var hennar markmið. Hvíldu í friði ástin mín.

Nara var einstaklega jákvæð allt til enda. Eftir að læknarnir sögðu henni að henni yrði ekki bjargað setti hún inn færslu með textanum:

Læknarnir segja að ég sé með ólæknandi krabbamein en enn og aftur segi ég við ykkur, ÞETTA ER BARA TÍMABIL. Ég er viss um að þetta er ekki endirinn fyrir mig.

 

 

SHARE