Hundur dæmdur til dauða fyrir samkynhneigð

Samkvæmt DailyMail verður þessi hundur líflátinn í dag í Tennessee eftir að eigandi hans yfirgaf hann vegna gruns um að hundurinn sé samkynhneigður. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins sagðist eigandi hundsins hafa séð hann hoppa upp á annan hund af sama kyni og segir hann það staðfesta það að hundurinn sé samkynhneigður.

Facebook síða var gerð til þess að reyna að bjarga hundinum því ef nýr eigandi kemur fram þá sleppur voffi við að vera líflátinn.  

Þeir sem þekkja hunda vita að þó svo þeir hoppi upp á hund af sama kyni þarf það ekki að þýða að hundurinn sé samkynhneigður heldur gera hundar þetta til að sýna vald sitt. Þeir gera svona til að vera „sterkari aðilinn“.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here