Hvað er þursabit?

 • Hvað er þursabit – bakverkir?

  Þursabit er skilgreint sem verkir eða óþægindi í baki á svæðinu milli neðsta hluta brjóstkassa og rófubeins.

  • Ef verkirinir eru miklir, nýkomnir og slæmir, er talað um að þú sért með tak í bakinu, þursabit eða vöðvabólgu.
  • Ef verkirnir hafa verið til staðar lengur en í 3 mánuði er talað um langvarandi bakverki.
  • Talið er að rúmlega 60% fullorðins fólks fái einhvern tímann á lífsleiðinni þursabit.
  • Þursabit er algengast hjá ungu og vinnandi fólki en tíðnin lækkar með aldrinum og er orðin mun lægri hjá þeim sem eru eldri en 67 ára.
 • Hver er orsökin?

  Í um það bil 75% tilvika er ekki hægt að benda á ákveðna orsök. Þá er talað um ósértæka verki eða verki sem tengjast ákveðnum hreyfingum sem til dæmis eru framkvæmdar við vinnu. Til eru margar kenningar um þursabit en lítið er um vísindalegar staðreyndir. Því verður meirihluti sjúklinga sætta sig við að orsökin er óþekkt.

  Margt bendir þó til þess að andlegir og líkamlegir þættir í lífstíl skipti máli. Atvinnuumhverfi og vinnuaðstaða skiptir einnig máli.

  Í um það bil 25% tilvika er hægt að finna orsökina. Það getur verið um að ræða brjósklos, beinþynningu, hryggskekkju eða sýkingu í hryggjarliðum.

 • Hver eru einkennin?

  • Verkurinn er neðarlega í hryggnum og leiðir stundum niður í rasskinnar, aftan í læri eða niður í nára.
  • Vöðvarnir eru spenntir og hryggurinn stífur.
  • Sumir geta ekki rétt almennilega úr sér og ganga jafnvel skakkir.
  • Stundum er um að ræða stingandi verki í bakinu eða rasskinnum en einnig getur komið fram dofatilfinning á sömu svæðum.
 • Hver eru hættumerkin?

  Ef þú hættir skyndilega að hafa stjórn á þvaglátum eða ef þú verður tilfinningalaus í klofinu leitaðu þá samstundis til læknis.

  Ef þú missir mátt í öðrum eða báðum fótum hafðu þá samband við lækni strax.

 • Sjálfshjálp

  • Vertu eins virk/ur og þú getur.  Reyndu að stunda vinnu og vera virk/ur í hversdagslífinu.  Ekki leggjast í rúmið.
  • Ef verkirnir verða óbærilegir leggðu þá íspoka á svæðið þar sem verstu verkirnir eru í u.þ.b. 10-15 mínútur. Mikilvægt er þó að hafa íspokann ekki of lengi á auma svæðinu.  Endurtaktu þetta 5-6 sinnum á klukkutíma fresti fyrstu dagana. Sumum þykir betra að nota heita bakstra við verkjum.  Hafa ber í huga að heita bakstra skal ekki leggja á bólgin svæði.
  • Mikilvægt er að vera meðvitaður um að bakverkir eru sjaldan af völdum alvarlegra kvilla og hverfa yfirleitt eftir nokkra daga.
  • Ef verkirnir hafa varað lengi getur verið gott að læra styrktaræfingar og vera síðan duglegur við að gera æfingarnar. Læknar, sjúkraþjálfarar og hnykkjarar (kírópraktorar) geta kennt þér æfingarnar.
 • Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

  Yfirleitt er greiningin byggð á samtali sjúklings og læknis sem og nákvæmri skoðun.

  Læknirinn skoðar hrygginn m.t.t. sveigjanleika, taugaklemmu og vöðvaspennu. Hreyfing mjaðma er einnig skoðuð.

  Frekari rannsóknir geta verið nauðsynlegar, t.d. röntgenmyndataka eða sneiðmyndataka.

 • Hreyfing

  Vitað er með vissu að ein orsök bakverkja er minnkaður styrkur bakvöðvanna. Því er mælt með æfingaprógrammi fyrir þessa vöðva. Í leiðinni er gott að styrkja maga-, rass- og lærvöðva en þessir vöðvar styðja einnig við hrygginn.

 • Batahorfur

  Batahorfur eru góðar svo lengi sem þú heldur þig við æfingarnar.

 • Hver er meðferðin?

  • Hreyfðu þig eins og þú þolir.
  • Verkjalyf geta hjálpað.
  • Ef verkirnir eru slæmir er mælt með hnykkingarmeðferð ásamt verkjalyfjum.
  • Við skyndilegt þursabit er hvorki mælt með nuddi, togmeðferð, hljóðbylgjumeðferð eða nálastungum.
  • Staðdeyfingar (verkjapunktadeyfingar) geta hjálpað
  • Utan við mænu deyfing (epidural deyfing) sem svæfingalæknar geta lagt, getur oft hjálpað mjög mikið.
  • Við langvarandi verkjum sem vara lengur en 3 mánuði er best að koma sér upp áðurnefndu styrktaræfingaprógrammi og meðferðin er að miklu leyti undir sjúklingnum sjálfum komin.

 

Lyfjameðferð: Bólgueyðandi verkjalyf.

Fleiri heilsutengdar greinar má finna á doktor.is logo

 

SHARE