Hvaða hundategund hentar hverju stjörnumerki?

Hundar eru svo æðisleg dýr. Við fjölskyldan áttum hunda frá því ég var 6 ára og mér finnst eðlilegt að umgangast hunda. Þeir eru svo tryggir og ástúðlegir og manni finnst maður eina manneskjan í heiminum þegar manni er fagnað eins og maður sé stórstjarna eftir vinnudaginn. Í dag eigum við enskan bolabít, sem heitir Sóley. Hún er 6 ára og er stór partur af okkar fjölskyldu.

Það eru margir að fá sér gæludýr þessa dagana og margir fá sér einmitt hunda. Hundar þurfa ákveðna skuldbindingu og þess vegna er gott að hugsa það vel og vandlega hvort þið séuð tilbúin í þessa skuldbindingu. Einnig skiptir máli hvernig hundur hentar hverjum og einum og þeirra lífi.

Ég rakst á þessa grein á netinu um það hvaða hundategund hentar hverju stjörnumerki.

Vatnsberinn

(21. jan -19. feb)

Siberian Husky

Þessi myndarlega, en stundum erfiða tegund, passar fullkomlega við Vatnsberann. Þessar sjálfstæðu skepnur elska að vera utandyra og með öðrum af sömu tegund. Þeir eru mjög greindir eins og vatnsberinn og þurfa mikla örvun og nýjar áskoarnir. Þessi trygga tegund mun standa með Vatnsberanum í gegnum súrt og sætt og geta alltaf huggað og kætt eiganda sinn.


Fiskurinn

(20. feb – 20. mars)

Cavalier King Charles Spaniel

Þessi viðkvæma og kærleiksríka tegund er alveg tilvalin fyrir fólk í Fiskamerkinu. Þessir hundar eru mjög vinalegir, eins og fólk í Fiskamerkinu, en þurfa líka einveru og rólegheit, alveg eins og Fiskarnir. Cavalier er næm tegund sem tekur ástfóstri við fólkið sitt og er því frábær félagsskapur og fer með þér hvert á land sem er. Þegar fólk í Fiskamerkinu þarf á einveru að halda, verður hundurinn alltaf hjá eiganda sínum og gefur þeim alla þá ást sem þau þurfa á að halda.

Sjá einnig: Fæðingardagurinn þinn segir heilmikið um þig


Hrúturinn

(21. mars- 19. apríl)

Labrador Retriever

Fólk sem er í Hrútsmerkinu er þekkt fyrir að „láta hlutina gerast“ og þeirra slagorð gæti jafnvel verið „work hard, play hard“. Þess vegna þarf Hrúturinn að vera með hund sem getur gert allt. Labradorinn er duglegur og mjög gáfaður og elskar að klára sín verkfefni. Það er samt mikill leikur í honum og hann getur látið alveg eins og kjáni. Hrúturinn elskar samveru með fjölskyldunni svo það er ekki að furða að labradorinn passi vel þar inn, en hann er mikill fjölskylduhundur og passar upp á minnstu meðlimina.


Nautið

(20. apríl- 20. maí)

German Shepherd

Nautið er salt jarðarinnar. Þau eru trygglynd, hugulsöm og algjörlega trúr sínum. Nautið þarf hund sem er til jafns verndandari, vinur og fjölskylda. German Shepherd er frábær með Nautinu því hann er svo gáfaður og tryggur og er alltaf við hlið eiganda síns. Hann er varðhundur frá náttúrunnar hendi og mun gefa alla þá ást sem Nautið þarf. Bæði Nautið og German Shepherd eru áreiðanlegar verur. Ef Nautið eignast svona hund er það pottþétt ást sem varir út lífið.


Tvíburinn

(21. maí- 21. júní)

American Pit Bull Terrier

Verandi í merki tvíburans, þarf Tvíburi hund sem getur bæði verið skemmtilegur og alvarlegur. Ekki láta slæmt orðspor Pit Bull stoppa þig því þessir ljúf og kelnu hundar er frábær félagsskapur fyrir Tvíburann. Alvarlega hlið Pit Bull er að þeir passa upp á fjölskylduna sína, eru mjög greindir og auðvelt að kenna þeim. Tvíburinn er mjög óákveðinn og er alltaf að skipta um skoðun og þess vegna þurfa þeir hund sem getur sveiflast fram og til baka með þeim.


Krabbinn

(22. júní- 22. júlí)

Old English Sheepdog

Old English Sheepdog er fullkomin hundategund fyrir hinn hugulsama og ljúfa Krabba. Margir líta á Old English Sheepdog sem fullkomna barnapíu, kannski er það vegna Péturs Pan? Þessi tegund er ljúf, umhyggjusöm, sýnir hluttekningu og elskar að leika. Krabbinn er þekktur fyrir að vera hjálpsamur og viðkvæmur og þess vegna er gott fyrir hann að eiga hund sem sýnir mikla ást og hluttekningu þegar Krabbinn á erfiða daga. Old English Sheepdog er akkúrat sá hundur sem Krabbinn þarf.


Ljónið

(23. júlí- 21. ágúst)

Border Collie

Ljónið er þekkt fyrir að vera mjög afslappað og jafnvel stundum mjög latt. Það elskar hraða, er með mikið keppnisskap og hefur mikla ástríðu. Eina hundategundin sem getur haldið í við Ljónið, er Border Collie. Þessi hundur er orkumikill, félagslyndur og hress og þarf því mikla hreyfingu. Hann er mikið fyrir útiveru og er auðvitað smalahundur frá náttúrunnar hendi, vill vernda og smala fénu. Border Collie elskar að fá verkefni og áskoranir og eins og Ljónið, vill hann klára verkefni sín til að geta slakað á eftir vel unnin verk. Ef Ljónið leitar að kelirófu sem er hundtrygg þá er Border Collie hundurinn.

Sjá einnig: Simpansi gleymir ekki mjög auðveldlega


Meyjan

(22. ágúst- 22. sept)

Dachshund

Fólk í meyjumerkinu elskar að leysa vandamál. Hvort sem það eru erfiðleikar í vinnu, púsluspil og allt þar á milli, er ekkert vandamál of stórt fyrir Meyjuna. Þess vegna er Dachshund hinn fullkomni hundur fyrir Meyju. Þeir eru klárir og elska að finna út úr verkefnum og vera virkir. Þeir elska eigendur sína og það er það sem Meyjan vill, því allt í lífi þeirra þarf að vera á ákveðinn máta, ekki of flókið. Dachshund á það til að vera mjög þrjóskur í fyrstu en Meyjan kann að meta þá áskorun að ala hann upp og mun gleðjast yfir ástinni sem hún fær frá hundinum þegar uppeldinu er að mestu lokið.


Vogin

(23. sept- 22. okt)

Bernese Mountain Dog

Vogin vill hafa hlutina einfalda og samræmda. Hún vill hafa jafnvægi í lífinu og það þýðir að hún þarf hund sem er jafn skapgóður og með jafn mikið jafnaðargeð og hún, semsagt Bernese Mountain Dog. Bernese Mountain Dog er nefnilega meira en bara fallegur. Hann er umhyggjusamur og ljúfur fjölskylduhundur og er með mikið jafnaðargeð og hjálpa Voginni að halda friðinn. Þetta er hundur sem elskar veturinn og að vera með fólkinu sínu úti í náttúrunni en Vogin er líka mikið náttúrubarn.


Sporðdrekinn

(24. okt- 22. nóv)

Rhodesian Ridgeback

Þú vilt ekki abbast upp á Sporðdrekann. Hann er tryggur, þrjóskur, miskunsamur og kærleiksríkur og þarf hund sem er gæddur sömu kostum og þá ætti hann að fá sér Rhodesian Ridgeback. Þessi ákveðna hundategund eru svolitlir villingar en er einstaklega trygglyndur, virðulegur og gáfaður. Þetta er hundur sem verður besti vinur Sporðdrekans og mun draga út mjúku hlið hans.

Sjá einnig: Hann vill ekki vera í stóra búrinu!


Bogmaðurinn

(23. nóv- 22. des)

Franskur bolabítur

Bogmaðurinn getur farið hvert sem er. Ástríkur og sveigjanlegur persónuleiki hans krefst þess að hann eigi hund sem getur tekið sig upp og farið eitthvert með engum fyrirvara. Franski bolabíturinn, með sín fullkomnu sperrtu eyru og krumpað andliti er tilvalinn fyrir þetta ævintýragjarna stjörnumerki. Bolabíturinn er ástleitinn og alltaf forvitinn og félagslyndur, sem gerir hann að frábærum félagsskap í ferðalög og verslunarferðir. Þeir eru afslappaðir og það er gott fyrir Bogmanninn sem er alltaf tilbúinn í næstu ferð.


Steingeitin

(23. des- 20. jan)

Poodle

Steingeitin er greind, klár og þrjósk og þarf að eiga hund með sömu kosti. Poodle hundar eru nefnilega ein af gáfuðustu hundategundunum. Það er auðvelt að kenna þeim, þegar þú hefur komist í gegnum þrjóskuna þeirra og er frábær fjölskylduhundur. Poodle er allt sem Steingeitin þarf í hundi og mun alltaf vera við hlið hennar, þrátt fyrir skapsveiflur hennar.

Heimildir: thedodo.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here