Í hvaða stellingu sefur þú?

Hvort sem þú ert kúrari (er það ekki orð), eða vilt sofa ein/n, á maganum, bakinu eða á hliðinni, getur stelling þín í svefni, sagt mikið um þig og þinn persónuleika.

Við eyðum einum þriðja af lífi okkar í svefn svo það ætti kannski ekki að koma mannis á óvart að sú stelling sem maður velur í þetta „verkefni“ segir mikið til um hvernig maður er.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem framkvæmd var af  Chris Idzikowski og var birt í Handbook of Clinical Neurology er hægt að lesa eftirfarandi úr svefnstellingu þinni.

1. Á hliðinni – Ert opin og afslöppuð manneskja

Ef þú sefur á hliðinni, segir Chris að þú sért líklega opin og afslöppuð manneskja. Ef þú sefur á hliðinni með handleggina beint út áttu það til að vera tortryggin og vantreystir fólki oft. Chris segir jafnframt að þeir sem sofa á hliðinni vakni oft stífir svo þeir séu frekar stífir í daglegu lífi. Það er gott að teygja aðeins rétt fyrir svefninn svo þú farir síður „vitlausu meginn framúr“ á morgnana.

2. Á vinstri hliðinni – Ert meira skapandi

Það er ekki alveg sama sem gildir um þig ef þú sefur á vinstri og ef þú sefur á hægri hliðinni. Samkvæmt könnun sem gerð var í Sealy var líklegt að þeir sem sofa á vinstri hliðinni séu skapandi, vinna í markaðsmálum og hafi meiri menntun.

3. Á hægri hliðinni – Líklegri til að reykja

Í þessari sömu könnun er talið að þeir sem sofa á hægri hliðinni séu líklegri til að reykja og drekka meira kaffi en þeir sem sofa á vinstri hliðinni. Auk þess kom fram að þeir sem sofa á hægri hliðinni séu líklegri til að starfa í flutninga- og framleiðsluiðnaði.

Sjá einnig: 13 ráð til að sofa betur

4. Í fósturstellingu – Vantar öryggi

Ef þú sefur í fósturstellingu ertu að reyna að sefa þig svona í lok dags. Chris segir að þessir einstaklingar séu feimnir en hlýir, samviskusamir, skipulagðir og tilbúnir að takast á við nýjan dag. Einnig er tekið fram að það geti verið gott fyrir þá sem sofa í þessari stellingu að sofa með púða á milli hnjánna.

5. Á maga með hendur undir kodda – Kvíðin/n og hrædd/ur

Chris segir að þeir sem sofa á maganum, með hendur undir koddanum geti upplifað sig eins og þeir séu í frjálsu falli. Ef þú sefur í þessari stöðu getur verið að þú sért opin/n og stundum svolítið yfirþyrmandi, en sért frekar kvíðin vegna þess að dagsdaglegt amstur sé þér ofviða.

6. Á bakinu – Hefur miklar væntingar

Að sofa á bakinu með hendur niður með hliðum er stundum kallað hermannastaðan. Það þýðir að þú hafir miklar væntingar til þín og annarra, samkvæmt Chris. Þeir eru líka líklegri til að hrjóta.

Sjá einnig: 6 ástæður til að sofa EKKI með farða

7. Eins og krossfiskur – Er góður vinur

Ef manneskja sefur á bakinu með handleggi upp eða til hliðanna, ertu í stöðu krossfisksins. Þeir sem sofa í þessari stöðu vilja ekki vera miðpunktur athyglinnar og eru góðir í að hlusta, sem gerir þá að góðum trúnaðarvinum.

8. Í skeið – Úrillari en aðrir

Þó það hljómi eins og rómantísk hugmynd að „spúna“ eða liggja þétt upp við maka þinn, er búið að komast að því að þeir sem sofa í svona stellingu eru 50% líklegri til að sofa ekki vært eins og þeir sem sofa einir. Það segir sig svo sjálft að þeir sem hvílast ekki á nóttunni, verða úrillari en gengur og gerist.

9. Eins og hegri – Ert óútreiknanlegur

Ef þú hendir þér vanalega í rúmið með handleggi og fótleggi út í loftið eins og klaufskur fugl, þá sefur þú eins og hegri. Það getur gert þig að skapstyggum, ófyrirsjáanlegum einstakling sem á erfitt með að ákveða sig. Þessi lýsing á kannski líka við um þá sem eru í stjörnumerkinu Vog.

10. Eins og hugsuður – Svakalega tilfinninganæm/ur

Ef þú sefur á hliðinni með aðra hönd undir kinn, eins og hugsuðurinn ertu örugglega tilfinninganæm manneskja, sem sveiflast mikið á milli tilfinninga, svo fólk í kringum þig tiplar svolítið á tánum.

Heimildir: Bustle.com


SHARE