J.Lo og Ben skoða kaup á fasteign

Jennifer Lopez (52) og kærastinn hennar og Íslandsvinurinn Ben Affleck (48) hafa undanfarið verið að skoða sér húsnæði í Los Angeles. Þau voru nýverið í fríi í Evrópu.

Ben ók bílnum og Jennifer sat alvörugefin í framsætinu, enda eru fasteignakaup ekkert grín.

Sjá einnig: Hún eyddi Ben Affleck út og hann sendi henni skilaboð

Þau skoðuðu hús í Beverly Hills sem kostar litlar 85 milljónir dollara, eða um 10 milljarða íslenskar krónur, ef okkur reiknast rétt. Húsið er risastórt eða um 353 fm og er með bílastæði fyrir 80 bíla fyrir utan.  

Þau fóru svo að Toluca Lake og skoðuðu heldur ódýrari eign sem kostaði 40 milljónir dollara en það er eign sem í eigu viðskiptamannsins Ron Burkle. Eignin er stór og með golfvelli.

Sjá einnig: Jennifer Lopez og Alex Rodriguez slíta trúlofun sinni

Heimildarmenn Hollywood Life segja að Jennifer vilji taka öllu með mikilli ró en skilnaðurinn við Alex Rodriguez var mjög erfiður fyrir börnin þeirra.

SHARE