Grínistinn Jack Black heldur því fram að hann muni ekki gráta þegar hann byrjar þetta myndband. Hann er að fara til Úganda þar sem hann hittir hinn 12 ára gamla Felix.

 

 

Felix sýnir Jack hvernig hans líf er, á götunni og segir honum hvernig hann fær peninga fyrir tómar plastflöskur. Móðir Felix er dáin og hann veit ekki hvar restin af fjölskyldunni er. Hans eini draumur er að geta farið í skóla því hann veit að það er hans eina von í að komast úr þessum aðstæðum, að mennta sig.

Sjá einnig: Jack Black syngur „More Than Words“

 

Felix biður Jack um að taka sig með heim og Jack svarar: „Ég held ég geti það ekki, ég má það ekki.“

 

https://www.youtube.com/watch?v=2v5q-4odj1c&ps=docs

SHARE