Jennifer Lawrence komin með nýjan kærasta

Jennifer Lawrence (24) og Liam Hemsworth (24) eru nýjasta parið í Hollywood. Svo virðist vera að hneykslið varðandi nektarmyndirnar af Jennifer hafi orðið til þess að þau fóru að stinga saman nefjum.

liam-hemsworth-jennifer-lawrence

Jennifer og Liam léku saman í Hunger Games og á ástarsambandið að hafa hafist í Þýskalandi þegar þau voru að kynna nýjustu myndina. Þau voru víst á smá trúnaðarskeiði á hótelherbergi Liam en Jennifer leið eitthvað illa í kjölfar þess að hún hætti með Chris Martin og nektarmyndirnar hennar fóru á flakk á internetinu.

„Liam sagði eitthvað sem fékk Jennifer til að hlæja og hún tók utan um hann og það var upp frá því sem hlutirnir fóru að gerast,“ segir heimildarmaður HollywoodLife. „Liam fann þetta augljóslega líka því þau ákváðu þá og þegar að þau vildu vera saman.“ 

Hvernig lýst ykkur á þessar turtildúfur? 

SHARE