Jennifer Lopez var glæsileg á latnesku Grammy verðlaunahátíðinni

Jennifer (47) hefur sett sitt spor í heimi leiklistar og tónlistar. Svo virðist sem hún er langt frá því að slá slöku við á báðum sviðum og hún er þekkt fyrir að vera öllum stundum glæsileg til fara.

Sjá einnig: Jennifer Lopez rifjar upp gamla takta með Marc Anthony

Hún setti betri fótinn fram þegar hún mætti á latnesku Grammy verðlaunaafhendinguna. Hún klæddist þremur dressum, sem voru hvort öðru glæsilegri, en hún mætti aðallega á svæðið til að veita fyrrum eiginmanni sínum verðlaun fyrir að vera manneskja ársins.

Á sviðinu talaði hún um Marc Anthony sem ótrúlegri maneskju og að faðir 8 ára tvíbura hennar, væri lifandi goðsögn. Því næst kyssti hún fyrrverandi beint á munninn og faðmaði.

Töluverður tími er síðan Marc og Jennifer skildu, en fyrr á þessu ári tóku þau upp plötu á spænsku, svo samband þeirra er frábært. Marc er þó giftur Shannon De Lima og Jennifer er nýhætt með dansaranum Casper Smart.

Jennifer og Marc hafa starfað saman frá 9. áratugnum. Það var árið 2004 sem þau gengu í hjónaband, sem endaði með skilanði árið 2011. Samstarfið hefur þó alltaf verið til staðar og hafa þau oft á tíðum tekið lagið saman á sviði eftir að hjónabandi þeirra lauk.

Sjá einnig:Jennifer Lopez hættir með Casper Smart

 

3A7F567C00000578-3948438-image-a-15_1479454927344

3A7F644300000578-3948438-Trademark_JLo_put_her_bountiful_booty_on_full_display_in_the_cur-a-6_1479454697892

3A7FEF4E00000578-3948438-Kiss_me_quick_Jennifer_surprised_guests_at_the_17th_annual_Latin-a-3_1479454697820

3A7FF6FD00000578-3948438-image-a-14_1479454895787

3A7FFA9100000578-3948438-image-a-13_1479454852003

3A80FAA300000578-3948438-And_for_her_third_trick_of_the_evening_JLo_pulled_off_a_plunging-a-11_1479454699332

3A803B5900000578-3948438-Belting_it_out_JLo_also_performed_during_the_evening-a-10_1479454699030

3A81026700000578-3948438-Then_while_onstage_where_she_planted_a_kiss_on_her_ex_husband_th-a-9_1479454698728

SHARE