Jessica Simpson hélt við þekktan leikara sem var í hjónabandi

Jessica Simpson (42) segist hafa fengið „fantasíu sína frá unglingsárunum“ uppfyllta þegar hún segist hafa verið að hitta „risa kvikmyndastjörnu“ og komast svo að því að hann var frátekinn. 

Jessica segist hafa hitt stjörnuna þegar hún var í pásu í sambandinu við Nick Lachey árið 2001. 

„Hann var að afklæða mig með augunum,“ sagði Jessica og segir að hún hafi fengið númerið hjá honum en svo hafi hún sæst við Nick og aldrei hringt í hann. Þegar hún skildi svo við Nick árið 2006 þá segist Jessica hafa kysst kvikmyndastjörnuna á Beverly Hills Hotel. Hún segir að hún hafi „fengið heitan straum um allan líkamann.“

Leikarinn sagði við Jessicu að hann væri skilinn við konuna sem hann var með „fyrir fullt og allt“. Jessica segir að þau hafi farið mikið saman út á lífið, verið með sameiginlegum vinum og jafnvel á tökustað kvikmyndar. Hún segir að sér hafi þó farið að líða eins og „vændiskonu“ þegar hún hitti hann bara „til að stunda kynlíf“. Jessica minntist þess að hafa einhverntímann verið að fara inn um einhverja bakdyr á hóteli sem maðurinn var á og svo fattaði hún eftir á að hann hafði verið að passa að konan hans sæi hana ekki. 

Enlarge Image

 Jessica segir svo að þrátt fyrir að hann hefði verið draumaprinsinn hennar þegar hún var unglingur hefði hún ákveðið að slíta sambandinu. 

 

SHARE