Þorláksmessa er runnin upp og margir eflaust að fara að gæða sér á dásemdarskötu einhversstaðar í dag. Það er því viðeigandi að gefa þessa fallegu bók í dag.

Eldhus_graenkerans_NETAUGLYSING-4_2048x2048

 

Eldhús grænkerans er fyrsta íslenska matreiðslubók sinnar tegundar en réttirnir henta öllum og er tilvalin fyrir þau sem vilja meiri fjölbreytni í eldamennsku sinni og auka vægi grænmetisrétta á matarborði fjölskyldunnar.

Í bókinni er sérstakur kafli um veganhráefni fyrir þau sem eru græn í gegn og flesta réttina má gera vegan á einfaldan hátt. Að auki má finna fjölda góðra ráða um nýtingu og mikil áhersla er lögð á að bera virðingu fyrir hráefninu og gera mat úr því öllu.

 

Ef þig langar í þessa frábæru bók er það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér fyrir neðan „Eldhús grænkerans já takk“ og þú gætir orðið heppin/n.

Einnig hjálpar það til ef þú deilir jóladagatalinu með vinum þínum og splæsir í „like“ á Hún.is.

Við drögum út í fyrramálið og við hvetjum þig til að taka þátt og freista þess að fá Eldhús grænkerans að gjöf!

SHARE