Góðgerðasíðu sem helguð er jólunum er að finna á Facebook, en síðan sem er íslensk, ber heitið Jólakraftaverk og er ætluð öllum þeim sem geta hjálpað öðrum að halda jólin hátíðleg og hugguleg.
Síðan er einnig ætluð fyrir þá Íslendinga sem þurfa á aðstoð að halda fyrir jólin, en í viðtali við HÛN segir Aníta Rún Harðardóttir að ekki sé vanþörf á, þar sem sumt fólk kvíði sérstaklega fyrir jólunum þar sem það geti jafnvel ekki gefið börnum sínum jólagjafir, jólaföt og í einhverjum tilfellum eigi fjölskyldur jafnvel ekki fyrir jólamat.
.
.
Stofnandi síðunnar er Védís Kara Reykdal en meðstjórnendur hennar eru Aníta Rún Harðardóttir og Alda Björk en Aníta segir einnig:
„Við sem stöndum að Facebook-síðunni Jólakraftaverk ætlum að bæta úr því. Til að veita öðrum aðstoð eða óska eftir aðstoð sjálf/ur er hægt að hafa samband við okkur allar á Facebook í einkaskilaboðum eða einfaldlega með því að pósta á veginn á síðu Jólakraftaverk.”
Aníta segir einnig að margir hafi haft samband við þær, bæði til að aðstoða og til að þiggja aðstoð:
„Við munum gera allt sem við getum til að hjálpa þeim sem þurfa aðstoð fyrir jólin og við erum bundnar 100% trúnaði.”
Einnig hvetur Aníta alla þá sem vettlingi geta valdið og svo þá sem þurfa á aðstoð fyrir jólin að halda, að ganga í hópinn Jólakraftaverk á Facebook:
Endilega komið í hópinn okkar sem heitir „Jólakraftaverk“ á Facebook og sýnum stuðning og hlýhug til mannkynsins! Margt smátt gerir eitt stórt !
Hópinn Jólakraftaverk, sem er á Facebook, má finna HÊR
Tengdar greinar:
UNICEF hvetur fólk til að fjölga brosum um jólin
Andlegt heilbrigði um jólin
Perluð hreindýr eru vinsæl þessi jól
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.